Úrval - 01.09.1963, Side 110
122
ÚRVAL
lýsing hæfði. En njósnadeild
hersins hafði upp á slíkum
manni: Það var Jean-Marie Basti-
en-Thiry 35 ára gamall ofursti
í flughernum. Hann hafði áður
verið flugmaður. Hann var verk-
fræðingur að menntun, og var nú
ráðgjafi í flugmálaráðuneytinu.
„Við vildum ekki taka mann í svo
ábyrgðarmikiili stöðu fastan
vegna gruns eins saman,“ sagði
Bouvier síðar, „svo að við báðum
hann bara kurteislega um að,
koma og tala við okkur i aðal-
stöðvum lögreglunnar". Bastien-
Thiry neitaði því að hann vissi
nokkuð um undirbúning tilræðis-
ins eða hefði tekið þátt i honum.
En húsleit fór einmitt fram
heima hjá honum, meðan á yfir-
heyrslunum yfir honum stóð. I
fyrstu fundu leynilögreglumenn-
irnir ekki nein sönnunargögn.
E]n þegar einn þeirra lét fingur
renna eftir botni tómrar skúffu,
fann hann smá bréfsnifsi, sem
festst hafði þar úti í horni skúff-
unnar. Það hafði verið rifið úr
Parísardagblaði, sem bar dag-
setninguna 21. ágúst. Á það var
skrifað nafnið „Hubert Leroy“ og
nafn og simanúmer á gistihúsi
nokkru í Paris. Gistihús þetta
var Terminus-Vaugirard, sem var
miðja vegu milla þeirra tveggja
leiða, sem de Gulle fór venju-
lega um, þegar hann fór frá for-
setahöilinni Elysée Palace til
flugvallarins í Villacoublay. Þeg-
ar gistihússeigandinn sá mynd af
Bastien-Thiry, sagði hann: „Þessi
maður tók herbergi á ieigu undir
nafninu Hubert Leroy um hádegi
]). 21. ágúst“.
Er Bastien-Thiry var skýrt frá
þessum sönnunargögnum að
morgni þ. 17. september í skrif-
stofu Bouviers, tók hann strax
að iesa þeim fyrir játningu sina.
Tveim og hálfum tíma siðar hafði
hann lokið því. Réttum 25 dögum,
14 timum og 20 mínútum eftir að
fyrstu skotunum var hleypt á
Frakklandsforseta, hafði lögregi-
an alla söguna í fórum sínum.
Bastien-Thiry endurtók þessi
orð: „Þetta var fullkomin áætl-
un. Hún hefði átt að takast.“
Áætlunin einkenndist vissu-
lega af því, að maður með hern-
aðarlega menntun hefði samið
hana. Bastien-Thiry iiafði tvo
njósnara. Annar þeirra, sem lik-
lega hefur verið námsmaðurinn
Jean-Pierre Naudin, hafði til-
kynnt „ofurstanum", hvora leið-
ina de Gaulle færi þetta kvöld.
Bastien-Thiry ók síðan til nr.
2 við Avenue Victor Hugo i hverf-
inu Meudon, sem er þar nálægt,
og gaf flokk sínum merki um að
halda til árásarstöðva sinna með-
fram leið forsetans. Eftir að hafa
fengið merki frá Bastien-Thiry,
er var neðar í götunni, áttu árás-
armennirnir i gulu vörubifreið-