Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 120
132
ÚR VAL
jarðaf, en þar greina segul-
skautin elektrónurnar og prótón-
urnar í sundur.
Við það myndast eitt af geisl-
unarbeltunum, sem eru nálægt
jörðu. Þegar sumar af prótón-
unum berast inn í gufuhvolf
jarðar, valda þær því, að gufu-
hvolfið gefur frá sér ljós það,
sem stjörnufræðingar kalla „ár-
órur“ (norðurljós).
Þau myndast einmitt á sói-
blettatímabilum.
Norðurljósin koma einmitt
fram um leið og sólstormar eða
sóleldar, sem myndast nálægt
hinum dökku svæðum, sem köll-
uð eru sólblettir. Ekki er mikið
um norðurljós, þegar tiltölulega
rólgt ástand ríkir i sólinni. En
þegar vart verður við mikla
sólblettastarfsemi, sjást norður-
ljós stundum dag sem nótt lang-
tímum saman.
Þessi tímiabil sólblettastarf-
semi, allt frá upphafi eins tíma-
bils mikillar starfsemi til upp-
hafs þess næsta, ná yfir um
11 ár. f hvert sinn sem slíkt
tímabil mikillar sólblettastarfs-
semi hefst, taka stjörnufræð-
ingar og jarðeðlisfræðingar til
að rannsaka norðurljósafyrir-
brigðið og reyna að fá
annað hvort staðfestingu á kenn-
ingum sinum eða mynda sér
nýjar kenningar og prófa þær.
Mjög viðtækar rannsóknir af
þessu tagi fóru fram á jarð-
eðlisfræðiárinu, sem stóð yfir
frá 1. júli 1957 til 31. des. 1958.
í 66 löndum var safnað upplýs-
ingum um hin ýmsu fyrirbrigði,
sem tengd eru starfsemi sólar.
Ný vísindatæki manna eru til
mikillar hjálpar við rannsókn-
irnar.
Alls kyns nýr vísindaútbún-
aður mannanna hefur hjálpað
geysilega við þessar rannsóknir
norðurljósanna, svo sem gervi-
hnettir, loftbclgir, flugskeyti,
myndavélar, ratsjártæki og sér-
stök útvarpstæki af ýmsum
tegundum. Upplýsingar um ferð-
ir prótónanna frá sólinni til
jarðarinnar og myndun geislun-
arbeltis af þeirra völdum er að-
eins hægt að fá með hjálp gervi-
hnatta.
Ilingað til hafa „Injun“ og
„Explorer“ (Könnuður) gervi-
hnettir borið tæki til þess að
mæla prótónur. Dr. James A.
Van Allen, prófessor við Iowa-
háskóla, en hann uppgötvaði
Van Allen geislunarbeltið, lýsti
þvi yfir, að rannsóknir þessar
og tilraunir miðuðu að því að
rannsaka, hvort það séu geisl-
unarbelti á hringsóli yfir heims-
skautunum, sem losi sig við
„fangelsaðar" agnir með því að