Úrval - 01.09.1963, Side 124
136
ÚR VAL
Maður nokkur fékk sima-
númer, sem áður hafði tilheyrt
matvöruverzlun. Fyrstu dagana
var hann önnum kafinn við að
segja fólki, að þetta væri skakkt
númer. Síðan gafst hann upp og
fór að taka á móti pöntunum á
matvörum til þess að fá frið. En
gamanið fór þá fyrst að kárna,
því að ekki leið á löngu, þangað
til sama fólkið fór að hringja aft-
ur og tók nú að kvarta yfir lé-
legri sendingarþjónustu verzlunar-
innar!
•
Stjórnmálamenn og eiginkonur
eru sammála um eitt: Ef maður
frestar að greiða þangað til ein-
hvern tíma I framtíðinni, þá er í
rauninni alls ekki um eyðslu að
ræða.
Bill Vaughan,
•
Öll hljómlist, sem ég hef hing-
að til „séð“ í sjónvarpinu, „lit-
ur alveg hryllilega út.“ Sko, þar
getur t. d. að líta myndir af ein-
hverjum náunga, sem er að leika
á hofn, og siðan hellir hann
munnvatninu úr því á gólfið, sem
kann auðvitað að vera fróðlegt
fyrir sumt fólk, en er blátt áfram
viðbjóðslegt fyrir mig.
Og svo sést einhver, sem sagar
á risavaxna hnéfiðlu. Hann sagar
og sagar. E'r hægt að hugsa sér
nokkuð sem er eins leiðigjarnt
og að sjá þessa geysilegu sögun-
arvinnu?
Nú, eða söngvarinn, sem kemur
nær og nær, og opnar risastóran
munn sinn? Maður sér alveg ofan
í kok, næstum í maga, augunum
er ranghvolft, nefið hreyfist upp
og niður, og munnurinn engist
sundur og saman. Þetta er munn-
ur vesalings söngvarans, og vesa-
lings söngvarinn er þannig að
reyna sitt ýtrasta til þess að ná
háum tónum, sem hann ræður
alls ekki við. Þetta er allt saman
blátt áfram viðbjóðslegt. Og
þetta er sjónvarpið, hvað hljóm-
listina snertir!
Sir Thomas Beecham.
©
Jafnvel hinir frægustu sjón-
hverfingamenn hafa sin eigin
vandamál að striða við. Hinn
furðulegi Kalanag getur til dæm-
is látið hvað eina hverfa fyrir
augum manns, hvort sem það er
risastór bíll eða 16 feta löng
kyrkislanga.
En það gegnir öðru máli um
hans eigin kíló. Hann er risavax-
inn bolti, sem klæðist perlusaum-
uðum jakka. Hann sagði eitt sinn
við mig núna nýlega: „Nú sem
stendur er ég í megrunarkúr."
Charles Greville i Daily Mail.