Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 142
154
ÚR VAL
þökkum, og í launaskyni heim-
sótti hún okkur George oft í
tjaldbúðirnar. Hún lagðist upp
í rúmbeddan minn, líkt og henni
fyndist það eini staðurinn, er
hæfði verðandi móður.
En hún var óútreiknanleg
likt og allar verðandi mæður.
Búizt var við, að Elsa yrði léttari
seint i desember, og þegar nær
dró, hvarf hún alveg, og við
gátum ekki fundið nein merki
um ferðir hennar. Hafði eitthvað
óvænt komið fyrir? Við vorum
áhyggjufull og kvíðin, og þeirn
mun frekar vegna þess að ný-
leg'a hafði gerzt á þessum slóðum
einn af harmleikjum hinnar
ósnortnu náttúru.
Nokkrum vikum áður hafði
George bjargað litlum fílsunga,
sem hafði dottið niður i brunn.
Hann hafði komið heim með
fílsungann. Við skírðum hann
Pampo. Okkur fannst hann
yndislegur. Við ólum hann á
næstum tiu lítrum af mjóllc á
dag, sem bætt hafði verið með
lýsi og glucose. En við vissum,
að það yrði erfitt að ala hann,
þvi að ekkert getur komið i
stað fílamjólkur, sem er nær-
ingarrikari en nokkur önnur
mjólk.
Það var dálítið vandamál að
þurfa að ala og annast á margan
hátt tvö dýr, sem höfðust við í
150 mílna fjarlægð hvort frá
öðru, en til allrar liamingju
bauðst vinkona okkar, sem var
mikill dýravinur, til þess að
gerast filafóstra í ígripum, með-
an við vorum í námunda við
Elsu. Þegar við komum aftur
úr nokkurra daga heimsókn til
svæðisins, sem Elsa hafði að-
setur sitt á, fögnuðum við
Pampo að nýju og glöddumst
yfir að sjá, að honum leið vel,
þótt hann væri dálitið tauga-
óstyrkur vegna allra gestanna,
sem hann dró að staðnum. Hon-
um virtist líða illa innan um
ókunnuga, en strax og við
Pampo vorum orðin ein, mjak-
aði hann sér þétt að mér og fór
að sofa fullur trúnaðartrausts.
Þessi snerting virtist augsýni-
lega veita honum öryggiskennd.
En þegar við komuin heim
eftir næstu ferð, sem hafði orð-
ið lengri en sú á undan, brá
okkur, er við sáum útlit Pampos.
Það var sem andlit hans hefði
allt visnað, einkum kringum
augun, og þegar hann reis upp
með erfiðismunum, sáum við,
að hann var orðinn mjög beina-
ber. Fóstran sagði okluir, að
hann hefði skyndilega misst
lyst á mjólkinni að mestu. í
fyrstu hélt hún, að hann hefði
verki af tanntöku, þar eð hann
nuddaði gómnum utan í hvað
eina sem á vegi hans varð. Þeg-
ar ástand hans versnaði stöðugt,