Úrval - 01.09.1963, Page 144
15G
URVAL
rneS að koma til okkar í leit aS
æti?
Þegar hún hafSi lokiS góSum
máisverSi og drukkiS dálítiS af
vatni, kom hún og nuddaSi
hausnum blíSlega utan í okkur,
gekk síðan um 30 metra niSur
meS ánni, lagðist þar niður ag
fékk sér blund. Við létum hana
eiga sig til þess að róa hana.
Svo var hún farin, þegar ég fór
að leita að henni síðdegis.
Gjörið svo vel að halcla ykkur i
hæfilegri fjarlægð
Eftir þetta heimsótti Elsa
okkur oft nokkru eftir hádegi.
Hún át hraustlega hverju sinni,
og stundum hoppaði hún upp
á þakið á jeppanum og teygði
rcakindaiega úr sér eða hvíld'
sig i skUgganum af honum.
Henni virtist ekkert liggja á til
hvolpanna, og hún dvaldi svo
lengi lijá okkur hverju sinni,
að við urðum áhyggjufull vegna
vanrækslu hennar. Þegar við
reyndum að fá hana til þess að
fara með því að leggja sjálf af
stað eftir stígnum, sem hún hafði
komið eftir, slóst hún að vísu í
för með okkur, en hún var ó-
róleg og sneri við í áttina til
tjaldbúðanna hvað eftir annað.
Hún læddist ekki burt fyrr en
algert myrkur var skollið á.
Ég elti hana kvöld eitt, þegar
ég sá hana læðast inn í runnana
upp með ánni. Augsýnilega vildi
hún ekki ,að eftir henni væri
tekið, því að hún þóttist vera að
hvessa klærnar á trjábol, þegar
hún fann lyktina af mér. Og
um leið og ég sneri við, stökk
hún á mig og skellti mér, líkt
og hún vildi segja: „Þetta er
mátulegt á þig fyrir að vera að
að njósna um mig!“ Nú var
komið að mér að láta sem ég
hefði aðeins komið á eftir henni
til þess að gefa henni meira kjöt.
Hún tók afsökunarbeiðni minni
mjög vel, elti mig að skrokknum
og fór að éta. En eftir þetta
gat ekkert fengið hana til þess
að snúa aftur til hvolpanna,
fyrr en löngu eftir að myrkur
var skollið á og ég var setzt við
lestur í tjaldinu mínu og hún
þóttist örugg um, að ég myndi
ekki elta hana.
Við höfðum áhyggjur af hvolp-
unum hennar, þvi að dýragarðs-
verðir höfðu sagt okkur, að
hvolpar Ijónynja, sem aldar væru
upp manna á meðal, dræpust oft.
Okkur fannst, að við yrðum að
huga að hvolpunum og bjarga
lífi þeirra, ef þörf krefði. Og
þvi lögðum við af stað snemma
morgun einn og röktum slóð
Elsu. Hún lá að stórum klettum,
og virtist okkur sem þeir gætu
myndað ákjósanlegt ljónabæli.
Þeir mynduðu gott skýli, og um-