Úrval - 01.09.1963, Page 146
158
ÚR VAL
og sá Elsu læðast aftan að þjón-
inum. Ég hafSi rétt aðeins tima
til þess aS hrópa til hans að-
vörunarorðum, áSur en hún
hafði skellt honum um koll. Hún
hafði læðzt þegjandi og hljóSa-
laust upp klettana að baki okk-
ur, og það munaði ekki miklu,
að þjónninn hrapaði fram af
ldettunum.
Svo gekk Elsa að mér og
skellti mér líka endilangri. Hún
gerði það að vísu á vingjarn-
legan hátt, en það var samt
augsýnilegt, að hún var að láta i
ljósi vanþóknun sína á þvi, að
við skyldum koma svona nærri
hvolpunum hennar.
Svo gekk hún hægt eftir
klettabrúninni og leit öðru
hverju aftur fyrir sig til þess
að fullvissa sig um, að við eltum
hana. Hún gekk þegjandi á
undan okkur að fjarlægri enda
klettabyrgisins, síðan inn í
runnana þar, gegnum þétt þyrni-
kjarr og loks aftur á stíginn.
Hún hafði farið i stóran krók
fram hjá Ijónabælinu.
Þegar við Elsa vorum saman
á göngu, klappaði ég henni alltaf
öðru hverju, og henni þótti það
gott, en hún vildi ekki leyfa
mér að snerta sig þennan dag-
inn, og hún lét það greinilega
í ljós, að ég væri fallin í ónáð.
Og hún sneri sér einnig frá mér,
þegar ég nálgaðist hana, eftir
að við vorum komin til
tjaldbúðanna og hún lögzt að
kvöldverði uppi á þakinu á
jeppanum.
Hún sneri ekki aftur til bælis-
ins, fyrr en eftir að myrkur var
skollið á.
Það var George, sem fyrstur
kom auga á fjölskyldu Elsu.
Hann gægðist steinþegjandi yfir
brún stóra klettsins dag einn og
sá þá Elsu fyrir neðan, þar sem
hún var að gefa tveim hvolpum
að sjúga. Kletturinn slútti fram,
og höfuð liennar var í hvarfi
við hann. Hann flýtti sér burt,
áður en hún kæmi auga á hann.
Meðan Elsa var í heimsókn
í tjaldbúðum okkar siðdegis
þann 14. janúar, læddist George
burt og klifraði aftur upp á
klettana i leit að hvolpunum.
Þeir voru þrir. Tveir sváfu, en
sá þriðji var að tyggja einhverja
jurt. Ilann leit upp. Augu hans
voru bláleit, og það hvíldi móða
yfir þeim. Hann sá augsýnilega
ekki vel enn þá. Hinir hvolp-
arnir vöknuðu og tóku að skreið-
ast um, á meðan George var að
taka myndir. Þeir virtust við
beztu heilsu.
Síðdegis dag nokkurn tveim
vikum seinna kom Elsa sjálf með
hvolpana í heimsókn til þess
að sýna okkur þá. Ég sat við
skriftir i tjaldbúðunum, þegar
þjónninn kom hlaupandi til þess