Úrval - 01.09.1963, Side 151

Úrval - 01.09.1963, Side 151
FRJÁLST LÍF 163 þeim, eins og móSir þeirra gerði. Elsa var oft fremur fruntaleg við hvolpana sína. Hún stóð stundum á höfði einhvers með annarri framlöppinni, svo að hann truflaði hana ekki við borðhaldið. Hún glefsaði allfast en þó blíðlega í þá, „ldeip“ þá með tönnunum og togaði þannig í þá. En hún var alltaf blíð, þeg- ar við lékum okkur saman. Ég áleit þetta að nokkru leyti vera vegna þess, að alltaf þegar ég strauk henni, þá var ég ætið mjög mjúkhent og talaði um leið til hennar lágri, rólegri röddu. Stundum þegar tsetseflugurnar kvöldu Elsu sem mest, kastaði hún sér niður við fætur mér, og ég drap flugurnar með þvi að lemja í hana. Þá var Jespah ætið reiðubúinn að stökkva til þess að vernda móður sína. Mig langaði til þess að sýna hvolpunum sömu blíðuhót og ég hafði sýnt Elsu forðum, en ég stóðst freistinguna. Við George vorum ákveðin í því, að þeir skyldu alast upp sem villt ljón. við minntumst bæði, hvílík bar- átta það hafði verið fyrir okkur að afhcnda hinni villtu náttúru Elsu aftur, og við vildum ekki þurfa að heyja slíka baráttu á nýjan leik. Þessir hvolpar áttu líka föður og móður, sem gátu séð um þá. Þetta var fullkomin ljónafjölskylda. Við máttum ekki draga úr þreki þeirra til þess að heyja lifsbaráttu Ijónsins. Viðbrögð okkar hljóta að hafa virzt miskunarlaus, þegar Elsa reyndi að tengja fjölskyldurnar tvær nánari böndum, en við hindruðum hana i þeirri við- leitni hennar. Iívöld eitt kom hún inn i tjaldið mitt, lagðist niður á bak við mig og kallaði síðan á hvolpana til þess að koma og sjúga. Þetta hefði neytt hvolpana til þess að koma inn i tjaldið og nálgast mig þannig enn meira, en ég sýndi eng'in merki þess, að ég vildi hvetja þá til þess. Elsa leit á mig hneyksl- uð á svip. Siðan gekk hún út til „barna“ sinna. Hún gat ekki skilið kuldaleg viðbrögð mín, en smám saman vandist liún þeim, og þegar hvolparnir voru orðnir 18 vikna gamlir, virtist hún hafa sætt sig við „kuldalega“ fram- komu okkar við þá. Faðir hvolpanna olli okkur miklum vonbrigðum. Vafalaust hefur sökin verið okkar að nokkru leyti, því að við hindr- uðum það, að tengsli hans við fjölskyldu hans væru algerlega eðlileg. En hann var líka vissu- lega gagnslaus, hvað það snerti að sjá fyrir fjölskyldu sinnf. Á hinn bóginn stal hann oft matn- um frá þeim. Nótt eina reyndi hann að ná i geit, sem var inni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.