Úrval - 01.09.1963, Page 151
FRJÁLST LÍF
163
þeim, eins og móSir þeirra
gerði.
Elsa var oft fremur fruntaleg
við hvolpana sína. Hún stóð
stundum á höfði einhvers með
annarri framlöppinni, svo að
hann truflaði hana ekki við
borðhaldið. Hún glefsaði allfast
en þó blíðlega í þá, „ldeip“ þá
með tönnunum og togaði þannig
í þá. En hún var alltaf blíð, þeg-
ar við lékum okkur saman. Ég
áleit þetta að nokkru leyti vera
vegna þess, að alltaf þegar ég
strauk henni, þá var ég ætið
mjög mjúkhent og talaði um leið
til hennar lágri, rólegri röddu.
Stundum þegar tsetseflugurnar
kvöldu Elsu sem mest, kastaði
hún sér niður við fætur mér, og
ég drap flugurnar með þvi að
lemja í hana. Þá var Jespah ætið
reiðubúinn að stökkva til þess
að vernda móður sína.
Mig langaði til þess að sýna
hvolpunum sömu blíðuhót og ég
hafði sýnt Elsu forðum, en ég
stóðst freistinguna. Við George
vorum ákveðin í því, að þeir
skyldu alast upp sem villt ljón.
við minntumst bæði, hvílík bar-
átta það hafði verið fyrir okkur
að afhcnda hinni villtu náttúru
Elsu aftur, og við vildum ekki
þurfa að heyja slíka baráttu á
nýjan leik. Þessir hvolpar áttu
líka föður og móður, sem gátu
séð um þá. Þetta var fullkomin
ljónafjölskylda. Við máttum ekki
draga úr þreki þeirra til þess að
heyja lifsbaráttu Ijónsins.
Viðbrögð okkar hljóta að hafa
virzt miskunarlaus, þegar Elsa
reyndi að tengja fjölskyldurnar
tvær nánari böndum, en við
hindruðum hana i þeirri við-
leitni hennar. Iívöld eitt kom
hún inn i tjaldið mitt, lagðist
niður á bak við mig og kallaði
síðan á hvolpana til þess að
koma og sjúga. Þetta hefði neytt
hvolpana til þess að koma inn i
tjaldið og nálgast mig þannig
enn meira, en ég sýndi eng'in
merki þess, að ég vildi hvetja þá
til þess. Elsa leit á mig hneyksl-
uð á svip. Siðan gekk hún út til
„barna“ sinna. Hún gat ekki
skilið kuldaleg viðbrögð mín, en
smám saman vandist liún þeim,
og þegar hvolparnir voru orðnir
18 vikna gamlir, virtist hún hafa
sætt sig við „kuldalega“ fram-
komu okkar við þá.
Faðir hvolpanna olli okkur
miklum vonbrigðum. Vafalaust
hefur sökin verið okkar að
nokkru leyti, því að við hindr-
uðum það, að tengsli hans við
fjölskyldu hans væru algerlega
eðlileg. En hann var líka vissu-
lega gagnslaus, hvað það snerti
að sjá fyrir fjölskyldu sinnf. Á
hinn bóginn stal hann oft matn-
um frá þeim. Nótt eina reyndi
hann að ná i geit, sem var inni