Úrval - 01.09.1963, Side 162

Úrval - 01.09.1963, Side 162
174 ÚR VAL arrómi. „Þér hugsið bara um dauðann, þér talið um dauðann, og þér hegðið yður eins og enginn Mungo (Guð) væri til, sem hugsar fyrir öllu. Getið þér ekki treyst honum til þess að gæta Elsu?“ Ég fékk ástæðu til þess að minnast ofanígjafar hans 15. kvöldið eftir hvarf Elsu. Ég var nýbúin að kveikja á lömpum og sat þarna og hlustaði ákaft eftir hvers kyns hljóðum. Skyndilega heyrðist skjótur þyt- ui’, og Elsa steypti sér yfir mig, svo að ég skall næstum til jarð- ar.Hún jós yfir mig bliðuhótum. Hún virtist horuð, en þó hraust- leg, og sár hennar var tekið að gróa utan með brúnunum, en í miðhluta þess var enn gröftur. Hún virtist vera að flýta sér, réðst á kjötið, sem ég gaf henni, át hálfa geit og hvarf siðan inn- an hálftima. Hún kom ekki strax mcð hvolpana. En i dögun 1. ágúst vaknaði ég við hungurmjálm þeirra. Mér létti, en ég var hissa á því, að það sást engin ný skráma hvorki á henni né hvolp- unum, þótt þau hljóti að hafa stundað veiðar daglega allan þennan tíma til þess að geta haldið lífi. Ég bað Mekedde að rekja slóð Elsu og komast að því, hvernig högum hennar væri háttað. Hann rakti slóð hennar að útjaðri veiðisvæðis hennar, og þar fann hann við kletta nokkra bæði för eftir hana og hvolpa hennar, en einnig för eftir að minnsta kosti eitt ann- að fullorðið Ijón, kannske tvö. Það virtist því líklegt, að eftir að grimma ljónynjan hafði relc- ið Elsu af veiðisvæði hennar hafi hún slegizt í fylgd með nýju karlljóni. Okkur hafði ekki dottið slík lausn i hug, því að við höfðum ekki búizt við því, að hún fengi áhuga fyrir maka, fyrst hvolp- arnir héldu enn áfram að sjúga hana. Það er yfirleitt álitið, að villtar ljónynjur eignist aðeins hvolpa þriðja hvert ár, vegna þess að í millitíðinni séu þær að kenna hvolpum sínum að veiða og verða þeim óháðir. En ef til vill áleit Elsa, að hún þyrfti ekki að gera annað en að fæða hvolpa, fyrst við sáum henni fyrir ótakmörkuðu æti. Augsýnilega gat hún ekki vitað um þá ákvörðun okkar að reka ekki matstofu fyrir ljón um ó- takmarlcaðan tíma. Hættur skógarins Dýrin, sem höfðust við í ná- grenni tjaldbúðanna, vöndust okkur svo, að þarna rikt oft svip- að andrúmsloft og í aldingarðin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.