Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 162
174
ÚR VAL
arrómi. „Þér hugsið bara um
dauðann, þér talið um dauðann,
og þér hegðið yður eins og
enginn Mungo (Guð) væri til,
sem hugsar fyrir öllu. Getið þér
ekki treyst honum til þess að
gæta Elsu?“
Ég fékk ástæðu til þess að
minnast ofanígjafar hans 15.
kvöldið eftir hvarf Elsu. Ég var
nýbúin að kveikja á lömpum
og sat þarna og hlustaði ákaft
eftir hvers kyns hljóðum.
Skyndilega heyrðist skjótur þyt-
ui’, og Elsa steypti sér yfir mig,
svo að ég skall næstum til jarð-
ar.Hún jós yfir mig bliðuhótum.
Hún virtist horuð, en þó hraust-
leg, og sár hennar var tekið að
gróa utan með brúnunum, en
í miðhluta þess var enn gröftur.
Hún virtist vera að flýta sér,
réðst á kjötið, sem ég gaf henni,
át hálfa geit og hvarf siðan inn-
an hálftima.
Hún kom ekki strax mcð
hvolpana. En i dögun 1. ágúst
vaknaði ég við hungurmjálm
þeirra. Mér létti, en ég var hissa
á því, að það sást engin ný
skráma hvorki á henni né hvolp-
unum, þótt þau hljóti að hafa
stundað veiðar daglega allan
þennan tíma til þess að geta
haldið lífi.
Ég bað Mekedde að rekja
slóð Elsu og komast að því,
hvernig högum hennar væri
háttað. Hann rakti slóð hennar
að útjaðri veiðisvæðis hennar,
og þar fann hann við kletta
nokkra bæði för eftir hana og
hvolpa hennar, en einnig för
eftir að minnsta kosti eitt ann-
að fullorðið Ijón, kannske tvö.
Það virtist því líklegt, að eftir
að grimma ljónynjan hafði relc-
ið Elsu af veiðisvæði hennar
hafi hún slegizt í fylgd með
nýju karlljóni.
Okkur hafði ekki dottið slík
lausn i hug, því að við höfðum
ekki búizt við því, að hún fengi
áhuga fyrir maka, fyrst hvolp-
arnir héldu enn áfram að sjúga
hana. Það er yfirleitt álitið, að
villtar ljónynjur eignist aðeins
hvolpa þriðja hvert ár, vegna
þess að í millitíðinni séu þær
að kenna hvolpum sínum að
veiða og verða þeim óháðir. En
ef til vill áleit Elsa, að hún
þyrfti ekki að gera annað en
að fæða hvolpa, fyrst við sáum
henni fyrir ótakmörkuðu æti.
Augsýnilega gat hún ekki vitað
um þá ákvörðun okkar að reka
ekki matstofu fyrir ljón um ó-
takmarlcaðan tíma.
Hættur skógarins
Dýrin, sem höfðust við í ná-
grenni tjaldbúðanna, vöndust
okkur svo, að þarna rikt oft svip-
að andrúmsloft og í aldingarðin-