Úrval - 01.09.1963, Síða 170
182
ÚR VAL
dýra. Skömmu síðar fundust
þeir einnig í öðrum dýrum, þar
á meðal mönnum. Þegar upp-
götvun þessi hafði verið gerð,
þá varð það ljóst í heild, hvernig
kynið ákvarðast.
Það líður ekki svo sekúnda,
að ein af þeim billjónum fruma,
sem líkami þinn myndar, taki
ekki að skipta sér í tvær frum-
ur. Þegar þetta gerist, þá flokk-
ast kjarninn, er stjórnar störf-
um frumunnar, í 46 langa og
hlykkjótta þræði eða litninga.
Þessir litningar eru ekki allir
eins. Þeir eru þó ekki allir
hverjir öðrum ólíkir. Það er
um að ræða 23 samstæður. 22
þeirra, sem bvia yfir sömu erfða-
eiginleikum eða arfstofnum
(genum) í báðum kynjum, eru
nákvæmlega eins. En 23. sam-
stæðan, kyn-litningarnir, eru
ekki eins nema hjá konum. Þar
er um að ræða tvo eins litninga,
og eru þeir táknaðir með bók-
stafnum X.
En i Jiörlum er þessi 23. sam-
stæða öðru vísi en hinar, þ. e.
litningarnar liennar eru hvor
öðrum ólíkir. Annar er táknað-
ur með bókstafnum X og er eins
og litningar kvenna, en hinn er
miklu minni, og er hann tákn-
aður með bókstafnum Y. Sé
venjuleg líkamsfruma að skipta
sér, er líkt eftir öllum litning-
unum til þess að veita báðum
hinum nýju frumum allar sam-
stæðurnar i kjarna þeirra. En
þegar kynfrumurnar myndast,
fer þetta öðru vísi fram.
Þessar kynfrumur eru eggin
í konunni og frjófrumurnar í
manninum. Eggin eru framleidd
í eggjakerfunum, frjófrumurnar
í eistunum. Og í þessu eru hin
þýðingarmiklu frávik fólgin,
þegar miðast við það, hvað ger-
ist við myndun annarra líkams-
fruma. Á einhverju stigi fram-
leiðslunnar er þvi þannig fyrir
komið, að sérhvert nýtt egg eða
frjó fær aðeins 23 litninga í
stað þess að fá helmingi fleiri
eða 46.
Hvað konur snertir, er þetta
mjög einfalt. 44 -f 2X er mjög
auðvelt að skipta í tvo jafna
hópa eða 22 + X í hvorum.
Hver eggfruma mun þvi inni-
halda einmitt þá tölu litninga
og enga aðra. En karlmaðurinn
hefur 44 +X+Y, og þessum hóp
er aðeins hægt að skipta í
tvennt á þann hátt, að annar
hópurinn verði 22 + X, en hinn
22 + Y. Frjófrumur eru því
framleiddar milljónum saman,
og hafa þær ýmist 22 + X eða
22 + Y litninga. Það er sem sagt
um X-frjó og Y-frjó að ræða.
Við getnað sameinast ein frjó-
fruma einni eggfrumu, þótt frjó-
frumur séu fyrir hendi milljón-
um saman, þ. e. einu eggfrum-