Úrval - 01.02.1967, Page 11

Úrval - 01.02.1967, Page 11
HIN ÞÖGLU GÖNG DAUÐANS 9 Með hanzka á höndum fletti Caponegro í leiðindum sínum gömlu blaði af Risorgimento í Neapel, en það var hið opinbera málgagn her- stjórnar Bandamanna. Á móti Caponegro sat félagi hans og að- stoðarmaður Vincenzo Biondi, og fletti, einnig með ólundarsvip, nýrri útgáfu af sama blaði. Þessir tveir menn voru að bíða eftir lest no. 8017, sem átti að koma inn á stöðina tólf mínútum yfir miðnætti. Risorgimento flutti hinar sömu þreytandi stríðsfréttir og það hafði gert dögum saman. Herir Banda- manna, sem í janúar höfðu gengið á land að baki nazistaherjunum við Anzio, áttu enn í þrotlausum bar- dögum á þessu svæði skammt frá Róm og gekk hvorki né rak. Sagt var frá stöðugum sprengju- árásum, en Bandamönnum virtist miða hægt áfram. Hinir tveir járn- brautarstarfsmenn voru löngu orðnir leiðir á frásögnum af þessum skjaldbökugangi stríðsaðila og biðu þolinmóðir eftir að 8017 rynni inn á stöðina. Loks heyrðist eimreiðarblístur og skömmu seinna sást ljósgeislinn frá framljósum lestarinnar. — Jæja, þá kemur hún, sagði Caponegro, og á réttum tíma eins og venjulega. Þetta gladdi hann, því að hann gæti fengið sér blund, þegar lest- in væri farin aftiu-. Það var ekkert óvenjulegt við lest 8017. Hún kom á réttum tíma og allt virtist ver í ágætu lagi, þeg- ar verðirnir gengu um hina 47 vagna lestarinnar. Brautarvörðurinn Vincenzo Maglio, sem hafði skrifstofu uppi á lofti í brautarstöðinni, gekk niður stigann og skiptist á nokkrum orð- um við vélamennina Matteo Gigl- iani og Espedito Senatore. Þegar klukkuna vantaði 10 mín- útur í eitt, 38 mínútum eftir að 8017 hafði runnið inn á stöðina, gaf Maglio brautarvörður merki um að allt væri í lagi og lestin gæti haldið áfram. Hann veifaði til vélamann- anna Gigliani og Senatore, og sneri síðan inn aftur til að senda skeyti til næstu stöðvar um að 8017 væri á leiðinni. Sú stöð var Bella-Muro og var þrjár og hálfa mílu vegar frá Balvaon-Riciglianostöðinni. Vélin hóstaði nokkrum sinnum þyngslalega og þumlungaðist síðan af stað. Næturverðirnir Caponegro og Biondi veifuðu með lugtum sín- um í kveðjuskyni til manna í stjórn- klefa lestarinnar. Lestin náði hraða og rann áfram út í myrkrið. Sporið var aðeins eitt og lá fljót- lega inn í jarðgöng. — Hún er full eins og venjulega, sagði Biondi, um leið og hann hengdi lugtina sína á snaga. — Já, það eru sömu andlitin sí og æ, svaraði Caponegro. Þessi „sömu andlit" í lest 8017, voru atvinnu-svartamarkaðs-sölu- menn frá Neapel. Einu sinni í viku tóku þessir náungar sér ferð frá Neapel til Lucania, þar sem þeir fylltu töskur sínar kjöti, korni, ávöxtum, olíum og tóbaki til að selja á svörtum markaði í hinni her- setnu borg. Það vissu allir, þar á meðal hern- aðaryfirvöld Bandamanna, að lest
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.