Úrval - 01.02.1967, Side 24

Úrval - 01.02.1967, Side 24
22 ÚRVAL þessum undarlegu dýrum, sem ég hafði aldrei séð fyrr? Hvernig geta þau komið mér við, þessir risa- vöxnu fílar, turnháir gíraffar eða hin mjúkstíga gazella? Hvað hafði ég til þeirra að sækja? Þegar flogið er frá Ameríku eða Evrópu til Austur-Afríku, vaknar ferðamaðurinn við það, að blindandi bjart sólskinið fellur inn um gluggann, svo að augunum er nærri því ofboðið. Svo er stigið úr flug- vélinni í Nairobi og er þá eins og megi merkja, að þetta er að stíga fæti á mikið meginland. Hár him- inn hvelfist uppi yfir og augað eyg- ir víðan og fjarlægan sjóndeildar- hring. Bóndi minn ekur okkur þeg- ar af stað til að skoða stóra dýra- garðinn við Nairobi, en það er frið- að landsvæði í grennd við þessa ný- tízku, turnum skreyttu borg. A þeim skóglausu hæðum, sem þarna eru, fórum við fljótt að greina sköpulag ýmissa dýra, sem bar við loft frá okkur að sjá. Fyrstur vek- ur gíraffinn eftirtekt á sér, eins og nokkurskonar skáhöll flatarmynd eða framhöll, sem færist slangr- andi meðfram sjónhíringnum; þá sjást gnú-antílópurnar með hnúð sinn á baki á hæð nokkurri; síðan hin fagurhyrnda gazella, og fjaðra- skúfar þeir sem reyndust vera á strúti, þegar höfuð þeirra fer að teygjast upp á löngum hálsinum. Slíkir dýragarðar finnast ekki í borgum, hversu vel sem til þeirra kann að vera vandað, því að þarna ganga dýrin villt og eru þó óhrædd. Það má koma svo nærri þeim sem þau væru í búrum. En búrin eru þarna engin. Dýrin eru frjáls og þó spök án þess að vera tamin. VOLDUGAR ANDSTÆÐUR. Handan við hæð nokkra verða fyrir okkur nokkur fönguleg ljón, sem hafa fengið sér miðdegisblund í skugga þyrnatrés. Fjórar gular ljónynjur liggja þarna hreyfinga- litlar í sólskininu rétt eins og stór- ar hrúgur af hunangi hefðu lekið ofan úr trénu. Ein þeirra rís upp til að teygja sig, stendur upp á oln- boganum og setur upp kryppuna líkt og köttur við arineld. Önnur Ijónynja bregður á leik og veltir sér yfir á hina, eins og risastór köttur — og setur út klærnar. Þær sýnast vera saddar, svefndrukknar og sólbakaðar, og hafa ekki hug- mynd um að verið sé að horfa á þær. Karlljónið, sem situr upp í brekku skammt frá, horfir faxprútt í áttina til okkar, og sýnist hvorki vera hrætt né kæra sig um okkur. Þarna sem gulan feld þess ber við grasið er það vissulega eins og konungur í ríki sínu, og reyndar virðist hvert dýra vera eins og heima hjá sér þarna í garðinum. Hið eina sem sker sig úr þarna er varnarvirki okkar Landroverinn, sem við komum á. Nú erum við að komast úr aug-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.