Úrval - 01.02.1967, Page 25

Úrval - 01.02.1967, Page 25
AÐ KYNNAST RAUNVERULEIKANUM 23 sýn við heimsmenninguna, þar sem við ökum í heitu moldrykinu eftir frumstæðum vegum á daginn, en setjum upp tjöld okkar á kvöldin og kyndum varðeld í svala hita- beltismyrkursins fram á nótt. Það hefur löngum verið haft á orði, að Afríka væri land hinna miklu andstæðna. Dæmi um það eru hinar miklu hitabreytingar sem geta orðið frá einum tíma sólar- hrings til annars á hásléttum Kenyu og Tanganjiku. Um hádegið iðar hið létta loft hásléttunnar af hita og þurrki, og skóglausar hæðirnar skrælna undir rykmóðunni. Það er eins og hitinn bylgist um loftið, og ef einhversstaðar bólar á grænum lit, til dæmis þar sem akasíutrén halda krónum sínum uppi svo að það er eins og þau sigli í loftinu yfir sléttunni, þá er auganu hvíld og fróun að því. Sá sem situr við stýri bíls síns, telur stundirnar til sólseturs. Kvöldkyrrðin dettur skjótlega á, og kemur eins og svaladrykkur handa þyrstum manni. Loftið verð- ur hreinna og kyrrist, og í allar átt- ir blasa við víðáttumikil svæði þar sem trén skyggja ekki á. í suðurátt frá tjaldbúð okkar sjáum við há- tind Kilimandsjarós, sem jafnan er þoku hulinn á daginn, en nú blasir hann við, snævi þakinn og skín- andi í kvöldheiðríkjunni og góð- látlegur eins og fullt tungl. Aka- síuskuggarnir leggjast unz þeir verða að löngum rákum eftir slétt- unni, en gazelluhjarðirnar, hvítar eins og baldinbrár standa á beit eftir sem áður, unz svefntími þeirra kemur. DÝRIN HALDA VELLI. Nóttin er önnur andstæðan, sval- andi, eða jafnvel köld á þessari há- sléttu. Það er eins og eitthvað allt annað liggi í loftinu en á daginn og að allt beinist að varúð og skarpri athygli. Hátt í heiði blika stjörnur, en myrkur umlykur jörðina. Allskyns glampar, hljóð og lykt- ir, sem engan stað eiga sér á dag- inn, gera vart við sig, þegar kvölda tekur. Hljóðöldurnar heyra jörðinni til allt eins og stjörnuljósið himn- inum. Suðið frá flugnasveimi heyr- ist skammt frá, en í fjarska heyr- ast ljónsöskur, vein hýenunnar, hnegg sebradýrsins, rymjandi gnú- antílópunnar, skrækir bavíananna og þúsundir annarra undarlegra hljóða. Á slíkum stað förum við að hlusta eins og órafjarlægir forfeður okk- ar kunna að hafa hlustað í skóg- um sínum, og allt er leyndardóms- fullt og heimtar athyglina óskipta. Tjaldið er í sjálfu sér öruggt skýli, þar sem varðeldur logar fyrir utan, en ljósker hangir á þverslá tjalds- ins, en engu að síður gefur maður gaum að hverju hljóði. Með aftureldingu vaknar hinn kærkomni smáfuglasöngur, sem boðar komu dagsins, og þeir sem haldið hafa velli og á lífi eru, mega nú fagna morgninum, björtum og svölum. Fjallið birtist að nýju, á sama stað og áður, en hulið nýsnævi og það glitrar á daggir um slétt- una. Sebradýrin hreyfast hægt með- fram trjánum, og bíta hið vota gras, og allt er eins friðsælt og í paradís væri. Hér er þó ekki um neina para-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.