Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 54

Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 54
52 ÚRVAL hljóðfæri. Það er mjög vandasamt að beita slíkum lækningum við börn, en það getur margborgað sig. Eitt hið erfiðasta viðfangsefni, sem geðsjúkdómalæknir fær í hend- ur, er að reyna að lækna geðsjúk börn. Geðsjúkt barn hverfur inn í draumheim sinn, líkt og fullorðinn maður gerir, sem eins er ástatt um, og það hættir að blanda geði við aðra. Þessum börnum kynni að mega hjálpa, tónlistin gæti orðið tengiliður milli þeirra og annarra manna. Fyrst á læknirinn að hlusta með því og segja ekki eitt orð. Læknirinn verður að sýna barninu mestu þoliiunæði og hann verður að kunna að velja í hvert skipti það sem bezt hæfir skapi þess í hvert sinn, geta sér til um það af hreyf- ingum þess og öðrum tiltektum. Þegar þessu hefur farið fram um hríð, fer barnið að taka betur eftir, 'verður þá einnig fúsara til sam- vinnu við lækninn, og aðra menn um leið. Það felast svo margir möguleikar í þessum lækningatilraunum, að sjálfsagt er, að mínu áliti, að hafa þær við hvern geðsjúkdómaspítala. Ekki þyrfti það að verða mjög kostnaðarsamt, en hljóðfærin, þyrftu að vera góð og tónarnir hreinir. Oft hef ég séð hið gagn- stæða, að höfð eru vond hljóðfæri, og árangurinn eftir því, eða skemmdar plötur eða lélegar eru spilaðar. Þetta spillir ákaflega fyr- ir, sama er hve áhugasamur læknir- inn er, því þó hann sé allur af vilja gerður, nær hann ekki eyrum sjúkl- inganna með þvílíku móti. Hverjir ættu að fást við þessar lækningar? Ég gizka á að hver sá sem við þetta fæst ætti að hafa nokkra þjálfun í meðferð geðsjúkra og vera einn af starfsliði spítalans. Bezt hæfir mundu vera starfandi læknar sem vel eru að sér í tónlist og kunna að leika á eitthvert hljóð- færi. En það er hörgull á tón- listar menntuðum læknum til starfa við slík sjúkrahús, og yrði því að reyna að ráða aðra til þessarra starfa. Hjúkrunarkonur gætu vel verið hæfar, svo framar- lega sem þær eru vel að sér í þessu efni, og einnig ýmsir aðrir sem við sjúkrahús starfa. Ekki nægir að fá strjálar heimsóknir af tónlistarfólki á spítalann, því það eru hin stöðugu kynni af lækninum, sem mest hafa að segja fyrir geðsjúka, og oft má helzt ekki falla neitt úr. Sem stendur er afar erfitt að fá menntun og þjálfun í þessari grein lækninga hér á landi. En nú virðast menn vera að átta sig á þörfinni á því, og mjög líklegt er að í náinni framtíð verði læknisefni sem áhuga hafa á tónlist sendir til ýmissa stöðva þar sem kenndar verða hinar ýmsu aðferðir við þetta, því ekki er unnt að kenna þetta í kennslu- stofu. Þar munu stúdentarnir fá hagnýta fræðslu, og bindast kunn- ingsskapartengslum við sjúklinga. Þessi tengsl milli sjúklings og læknis, sem svo áríðandi eru, vantar þann sjúkhng, sem einn sér hlustar á tónlist heima hjá sér. Engin tón- list hefur í sjálfu sér fólginn lækn- ingamátt, fleira þarf að koma til. Margir tónlistarmenn og mörg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.