Úrval - 01.02.1967, Page 57

Úrval - 01.02.1967, Page 57
PERÚ 55 spánska valdsins, hin glæsilegasta nýlenduborg Nýja heimsins. Enn má sjá merki og minningar heims- veldistímans. Eitt húsið nálægt Vopnatorgi er enn í eigu ættar sem komin er af þeim sem reistu það á dögum Pízarrós. í Lima rignir aldrei, en hinsvegar liggur þokubakki yfir borginni 'sex eða sjö mánuði á ári, og frá því stafar úða nokkurskonar sem nefnd- ur er garúa, en hann getur þó ekki talizt rigning. Þetta hlýja loftslag gerir menn værukæra og frídagarn- ir eru 70 á ári, að sunnudögum meðtöldum, og á sumrin eru búðir lokaðar samfleytt fjórar stundir um hádegið. Það er almælt, að fegursta torg í allri Ameríku, og hið langtilkomu- mesta, sem er að sjá í Líma, sé Vopnatorgið — Plaza de Armas. Hvað mig snerti, var það nokkuð annað sem mér varð öðru fremur starsýnt á, það voru hinir einstæðu carcochas eða skrjóðar. Þetta eru að nafninu til bílar, sem einhvern- veginn tekst að halda gangandi og oft vantar alla yfirbyggingu, bæði að aftan, framan og til hliðanna. Það eru til þvílík bílaræksni þarna að þau hanga saman á lími, vírum og snærum. Einn var með hlutum úr sextán gerðum öðrum en upp- runalegi bíllinn. Árekstrar eru tíð- irí og fari svo að nýr bíll stór- skemmist í árekstri við þá, má bú- ast við því að nýr carcocha rísi von bráðar úr brakinu. „Svitadropar sólarinnar". Það var gullið, sem í þjóðsögum heitir „sviti sólarinnar", sem öðru fremur lokkaði spönsku Konkvistadorana (landvinninga- menn) til Líma, — og það er óvið- jafnanlegt að sjá hér nokkuð af hinu forna gulli landsins. Til eru mörg ágæt söfn og munir í einka- eign, en líklega er það merkilegast sem Miguel Mujica Gallo, auðugur safnari, á, því það er hið mikilfeng- legasta listmunasafn sem ég hef nokkurntíma séð. Þarna eru stór- fagrir gripir frá tímum Chimu-list- arinnar og enn eldri, gullsmíðalist eins og hún getur bezt orðið, vanda- söm og skrautmikil. Þarna voru gersemar úr gulli, mótaðar fyrir nærri þúsund árum, — gullhanzkar, gullkolibrí, og meira að segja eftir- mynd mannsaugans úr gulli. Ymist voru þarna inniskrautmunir með margvíslega smágerðu handbragði eða brjósthlífar til að bera í orrustu, allt að því fet á breidd. Þarna voru líka fjölmargir hnífar, til að hafa við fórnarathafnir og annað, svip- höfgar útfarargrímur alsettar gim- steinum og há skrautker búin dul- arfullum andlitsmyndum. Þvílíkir skrautgripir, unnir af hinni ágæt- ustu listasnilld, voru það sem Pí- zarró herstjóri og félagar hans bræddu upp til þess að hafa gull- klumpa með sér heim til Spánar. í Lima má, eins og víða í Suður- Ameríku, sjá miklar andstæður auðs og örbirgðar, borgarhverfi hinna efnuðu hafa á sér glæsibrag, eins og þau séu gljáfægð á allar hliðar — en fátækrahverfin (barria- das) eru hin Ijótustu á öllu því meginlandi. Þau eru einna líkust hrúðri utan um borgina, stækka óð- um og býr þar fjórðungur borgar- búanna, líklega hálf milljón manna, við hinar aumustu ástæður. Við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.