Úrval - 01.02.1967, Síða 60

Úrval - 01.02.1967, Síða 60
58 ÚRVAL hnífsblað á milli þeirra, enda er ferðamönnum jafnan sagt frá þessu þegar þeir koma til Cuzcó. Quzquenjo-Indjánarnir, stóreygð- ir og með starandi augnaráð, bera breiða og flata hatta, og þeir eru tortryggnir gagnvart aðkomumönn- um. Ef spænskumælandi maður er á ferð, þá mega þeir búast við að þar fari skattheimtumaður, eða liðs- foringi til að skrá menn í herinn, eða sendimaður frá stórjarðeigend- um til að ræna börnum þeirra og gera þau að hálfgildings þrælum á búum þeirra. Um það bil 200 km. suður af Cuzcó er borgin Puno, sem stendur við vestanvert vatnið Títicaca. Það kostaði okkur erfiða dagleið um þurra hásléttu að komast þangað. Punó er í eitthvað 400 metra hæð og er nærri óskiljanlega ömurlegur og framfaralaus staður. Sumar göt- urnar eru svo ósléttar og sundur- grafnar að jeppabílum er þar ekki fært hvað þá öðrum. Grasið ichu sprettur þarna vel, af því eru stór- ar breiður, og á því nærist búféð, sem er aðaltekjustofn bæjarbúa eða nálega sá eini. Sum stórbúin þarna í kring eru nærri því ótrúlega stór — ein haciendan í Perú er á við þriðjung íslands að 'stærð, og 80 af hundraði íbúanna í Púnó-héraði er gersamlega án jarðnæðis. Nýlega hefur verið byrjað að skipta jarð- eignum, en áður voru mestallar jarðeignir í Perú á fárra manna höndum. Vatnið Títicaca er sumt í Perú og sumt. í Bólivíu, og er samgöngu- leið milli landanna, og er nú reynd- ar ekki annarsstaðar á jörðinni um að ræða skipaferðir í 4000 metra hæð. Vatnið er býsna djúpt, um 400 metrar og það getur tekið níu klukkutíma að sigla gufuskipi um það endilangt. Siglingin er ekki heldur hættulaus, því að víða eru fljótandi sefbreiður, sem lítið ber á. Bátar eru gerðir úr þessari sömu bastkenndu jurt, og róa Indíánar á þeim fram og aftur, og verða varla greindir frá breiðunum. „HÖFN AÐ ATLANTSHAFI.“ í háfjöllum Perús nálægt Kyrra- hafi eru upptök hins mikla Ama- zón-fljóts, en það rennur síðan í austur um óraleiðir allt til Atlants- hafs. Þannig víkur því við, að borg- in Iquitos (með 60.000 íbúum), hef- ur beinar skipasamgöngur við Liv- erpool og Antwerpen, og leggjast stór flutningaskip þaðan að bryggju, enda þótt borgin sé í 4200 km. fjar- lægð frá Atlantshafi. Amazónfljót- ið er samgönguleiðin, og Iquitos At- lantshafshöfn Perús. Áður en flug- samgöngur komu til skjalanna, voru engar samgöngur milli Lima og Iquitos, nema farin væri torsótt leið, ýmist eftir ám eða á landi, og tók sú ferð margar vikur. Nú er þetta farið á tveimur klukkutímum með flugvél. Á flugleiðinni frá Lima til Iquitos er útsýnið svo margbreytilegt að erfitt er að hafa við að átta sig á því. Þarna eru hvassir kolsvartir tindar sem virðast gerðir af óþekktu efni, en aðrir eru ávalir og snævi þaktir. Og áður en varir er komið yfir frumskóginn, og sýnist stór og fitugur snákur hlykkjast um hann þveran, en það er Amazón.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.