Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 73

Úrval - 01.02.1967, Blaðsíða 73
FRÆÐSLA UM KYNSJÚKDÓMA 71 „Þessi fáfræði er býsna dýr- keypt“, sagði dr. William Brown, yfirmaður þeirrar deildar Heil- brigðismálastofnunarinnar banda- rísku, sem fjallar um samræðis- sjúkdóma. „Um tíma var haldið, að penicillinið eitt gæti eytt samræðis- sjúkdómum. Nú er það ljóst, ag upplýsing almenningis verður hér einnig að koma til.“ „BÖRN AÐ ALDRI.“ Hversu mikil er hættan á sam- ræðissjúkdómum? Þegar árið 1961 var hún orðin svo alvarleg, að nokkrir sérfræðingar voru ráðnir til þess að rannsaka þennan faraldur og fylgjast með honum. En síðan hefur fjöldi smitaðra þrefaldazt, og í sumum borgum áttfaldast. Það er búizt við 1.700.000 smitunartilfell- um á ári næst. 1963 skoraði Kennedy á þing og þjóð að leitast við að stöðva þennan faraldur. Ráðunautar heilbrigðis- málastofnunarinnar við heilsu- gæzlustöðvar um þver og endilöng Bandarikin fengu fyrirmæli um að reyna að finna aðferðir til að koma fræðslu um þetta til almennings. Dr. Brown segir að nú sé svo komið, að vitneskja sé fengin um hvernig eigi að fara að þessu, og að það sé að mestu leyti að þakka þessum mönn- um og öðrum þegnhollum borgur- um, enda verði nú að hefjast handa. Ein aðferðin til þessa var sú, sem fundin var í Los Angeles. Robert Lugar, heilbrigðismálaráðunautur, og Frank Stafford, fræðslufulltrúi kölluðu saman til funda lækna, menn frá skólunum og fulltrúa borgaryfirvaldanna. Niðurstaðan á þessum fundum var sú að byrjun- ina yrði að gera í skólunum. Haustið 1963 var búið að skipu- leggja sex stunda námskeið handa unglinga- og menntaskólum, og fóru nú Lugar og Stafford til nokk- urra skólastjóra til að fá þessu kom- ið á. í fyrstunni tóku skólastjórarn- ir þessu fálega eða neituðu. „Þetta eru börn að aldri“ sagði skólastjóri við góðan skóla í góðu hverfi. „For- eldrarnir myndu bregðast æfir við, og þetta gæti haft skaðleg áhrif á unglingana.“ Lugar fór þá með gætni að út- skýra fyrir honum, hversvegna þeir hefðu tekið fyrir þennan skóla. Sagði hann að heilbrigðiseftirlitið væri nú að fylgjast með sárasóttar- faraldri sem þá gengi yfir, og hefðu þeir fundið 32 dæmi um smitun hjá nemendum þessa skóla, sem væru á aldrinum 13-18 ára. Það sló þögn á skólastjóra, en síðan spurði hann „Hvenær er hægt að byrja.“ Til þess að þetta kæmi foreldr- unum ekki á óvart, töluðu þeir Lug- ar og Stafford á foreldrafundum í þeim skólum sem valdir höfðu verið. Sögðu þeir frá því, að af þúsundum unglinga sem spurðir höfðu verið, hefðu ekki fyllilega þrír af hundr- aði fengið fræðslu um þessi efni heima hjá sér. Síðan minntu þeir á hina ískyggilegu aukningu sjúk- dóma þessara meðal unglinga. „Unglingarnir verða að vita hversu stórhættulegir þessir sjúkdómar eru“, sögðu þeir, og að smitunin verður af náinni snertingu. Unga fólkið þarf að þekkja sjúkdómsein- kennin og vita hve nauðsynlegt er, að læknarnir geti rakið feril smit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.