Úrval - 01.02.1967, Síða 75

Úrval - 01.02.1967, Síða 75
FRÆÐSLA UM KYNSJÚKDÓMA 73 í vor er leið fékk Landssamband foreldra og kennara í Bandarikj- um til meðferðar niðurstöðurnar um hin 300.000 nýju smitunartilfelli sem verða í landinu á hverju ári, og svo hver árangurinn hefði orðið af því, sem gert var í Los Angeles. Þar var einróma samþykkt áskorun um, að fræðsla um samræðissjúk- dóma skyldi byrja ekki seinna en í áttunda bekk. Eftir því sem áhugi foreldra eykst, fjöigar þeirn skólum sem taka upp fræðsluna. Heilbrigðismálastofnun- in hefur á boðstólum kvikínyndir, bæklinga til sjálfsnáms, ásamt leið- beiningum til kennara. Það er til- tölulega auðvelt að koma fræðsl- unni fyrir án sérstakrar skipulagn- ingar, og kostnaður er hverfandi. Nú í ár munu um tvær milljónir unglinga lesa þessar bækur í skólum 28 fylkja. VIÐHORF ALMENNINGS. Skólafræðslan ein nægir þó ekki, ef sigur á að vinnast á samræðis- sjúkdómunum. Og sumsstaðar eru skólarnir .ófúsir til samvinnu, meðan ekki er fengið almenningsfylgi við þessar ráðstafanir. Þannig var þetta í borginni Houston í Texas. Heil- brigðismálafulltrúar þar reyndu að vekja áhugann með því að koma efni að í blöðum, útvarpi og sjón-_ varpi, en það mistókst. Þó að frétta- menn fengjust til að skrifa um at- burði, sem snertu þessi mál, þá neit- uðu ritstjórar að birta þær fréttir. Það var farið til forstjóra við sjón- varpsstöð, sem þótti vera óspör á það að bjóða freistingar og ástríður í efnisvali sínu. „Samræðissjúk- dómar?“ sagði hann. „Það birtum við ekki“, „Fjölskyldan, sem á stöð- ina, mundi ekki leyfa það.“ Dale Houghland, heilbrigðismála- fulltrúi, fékk þá í lið með sér félag ungra kaupsýslumanna í borginni, og urðu þeir hinir áhugasömustu. Hinir ungu kaupsýslumenn fóru að finna lækna og heilsufræðikennara til þess að læra aðalatriðin. Síðan lögðu þeir til atlögu við borgarlýð- inn, héldu einar 800 ræður yfir mönnum við fyxúrtæki og stofnanir, og tjáðu þeim nauðsynina á fræðslu um þessa tegund sjúkdóma. Sum fyrii'tæki fóru að taka undir þetta, og brátt fóru að koma upp stórar veggauglýsingar um varnir við samræðissjúkdómum í borginni Houston. Fjórir safnaðarleikflokkar fóru á stúfana og sýndu leikrit um þessi mál með nafninu „Það sem mér var aldrei sagt.“ Sýnt var í klúbbum, kirkjum og skólum. Áhugi á málinu fór nú óðum að breiðast út meðal almennings, en það leiddi aftur til þess áð ritstjórar og útvarpsmenn skiptu um skoðun. Nú fór sjónvarpið að taka við kvik- myndum frá Heilsugæzlunni og blöðin komu með frásagnir, sem vörpuðu ljósi á hættuna. Kennara- félagið sá um, að foreldrar fengju vitneskju um fræðsluaðferðirnar, og svo fór að foreldrar urðu málinu hlynntir, og skólanefndin samþykkti að prófa sjálffræðslubókina. Engu að síður var það mikill fjöldi nemenda, sem ekki sótti eða ekki fékk að sækja kennsluna og höfðu ungir kaupsýslumenn og heilbrigðisyfirvöldin miklar áhyggj- ur af því, að sá hlutinn mundi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.