Úrval - 01.02.1967, Page 85

Úrval - 01.02.1967, Page 85
DAUÐINN ÓTTAST OKKUR 83 að nautgripum sínum og geitahjörð- um, og að ferðinni lokinni sezt það við borð í veitingakránni og hellir í sig hinu beizka heimabruggaða þrúguvíni. Söngvar þessa fólks eru lofkvæði um lífið, sem lifað var á 19. öldinni, og hetjur þeirra tíma. Sögur þess einkennast af frásögn- um um erfiðleika, mannraunir og kúgun. Þetta eru allt bændur. Allt er þetta fólk ólæst og óskrifandi enn þann dag í dag. Það talar af hlýju og ástúð um þá jörð, sem það hefur yrkt og stritað á í tvo manns- aldra, fyrst sem ánauðugt fólk og nú undir kommúniskri stjórn. Fæst lítur það út fyrir að vera eldra en áttrætt, hversu gamalt sem það kann að vera í raun og veru. „Já, dauðinn óttast okkur“, hróp- ar Kut Zantaria í georgíska þorp- inu Tamysh. Þetta er grannur mað- ur með kolsvört augu. Sagt er, að hann sé 120 ára gamall, Zantaria brá sér á hestbak núna nýlega og kom á harða spretti niður eftir þorpsgötunni í hellirigningu. „Já“, sagði hann, „við erum ofurefli Gamla mannsins. Hann er hræddur. Dauðinn er hræddur við okkur“. Nágranni hans, hún Lazuria Khfaf, fjörleg, lágvaxin 125 ára gömul kona, sem tíndi meira en tonn af teblöðum á uppskerutíman- um í fyrra, sagði: „Ég vorkenni unga fólkinu, sem deyr svo snemma. Ég er búin að missa næstum alla mína ættinga nema hann Tartuk“. Tartuk, hinn 78 ára gamli stjúp- sonur hennar, var úti í húsagarði að ausa upp víni úr stóru leirkeri, sem var grafið niður í leðjuna í garðin- um. Hann fyllti stórar könnur af víninu. Svo hellti hann í glas hjá gömlu konunni, þegar hann kom aftur inn. „Hann Taruk hérna var bara þriggja ára gamall, þegar ég giftist síðasta manninum mínum“, sagði gamla konan. „Þá var ég 50 ára“. Annar nágranni Zantaria, 95 ára gamall maður, Nestor Ashuba að nafni, sagðist hafa í hyggju að taka sér nýja eiginkonu síðar á árinu og yrði það önnur eiginkona hans. Kona sú var að vísu talsvert yngri en hann. Og hann ætlaði sér að eignast rnörg börn með henni. „Þú skalt ekki láta gráa hárið rnitt gabba þig,“ sagði hann. Er þetta gamla fólk raunveru- lega eins gamalt og það segist vera? Sumir efast um það, jafnvel sum- ir þeir, sem búa á þessum slóðum. En rússneskir læknar, sem eru sér- fræðingar í hrörnunársjúkdómum, trúa samt sögum þessa gamla fólks og nefna fjölmörg dæmi máli sínu til sönnunar. Styðjast þeir þar við síðasta manntal, sem var tekið 1959. Það er ekki unnt að greina 90 ára gamlan mann frá 110 ára gömlum manni með læknisskoðun, og því urðu þeir, sem manntalið tóku, að styðjast við ýmis önnur sönnunar- gögn. 10% af þessu gamla fólki, sem orðið er yfir hundrað ára gamalt, sýnir einhver skjöl og plögg til sönnunar um hinn háa aldur sinn. Aðrir hafa óformlegri sönnunargögn fram að færa, t.d. Múhameðstrúar- menn. Fæðingardagur þeirra er færður inn í eintak af Kóraninum. Þeir, sem manntalið tókuð reiknuðu út aldursmuninn á þessu gamla fólki og börnurn þess. Þeir studd-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.