Úrval - 01.02.1967, Side 86

Úrval - 01.02.1967, Side 86
84 ust einnig við það, hversu langt aft- ur í tímann gamla fólkið gat mun- að. Margir virtust muna það gerla, er gerðist fyrir 75—80 árum. Margt af þessu gamla fólki hafði enga hugmynd um, hversu gamalt það var orðið. Sumir karlmennirn- ir höfðu vísvitandi, bætt 25 árum við aldur sinn fyrir 50 árum til þess oð komast hjá því að vera kallaðir í her keisarans. Þeir, sem úr mann- talinu unnu, rannsökuðu allt þetta mjög ýtarlega, og að því loknu kom- ust þeir að þeirri niðurstöðu, að í gervöllum Sovétríkjunum væri að finna 21. 708 manns, sem væri 100 ára eða eldri, þ.e. um 10 af hverj- um 100.000 íbúum landsins. (í Bandaríkjunum var svipuð tala ár- ið 1960 aðeins 10.369 eða 6 af hverj- um 100.000 íbúum landsins). Sam- kvæmt manntalinu voru 30.999 manns hundrað ára eða eldri í Azer- baijan (84 af hverjum 100.000) og 2080 í Georgíu (sem er einnig í Kákasusfjöllunum) eða 51 af hverj- um 100.000 íbúum. Hvernig stendur á hinum mikla fjölda aldraðs fólks í Kákasusfjöll- unum? Svarið er ætíð hið sama: „Það er erfið vinna, ungi maður, hollur matur, hreint loft og svo- lítið heimabruggað vín öðru hverju“. Sovézkir sérfræðingar í elli- hrörnunarsjúkdómum virðast vera á sama máli. Og þeir vísa til orða hins fræga líffræðings, Ivans Pav- lovs, sem hélt því fram, að allir menn gætu náð 100 ára aldri og ættu að gera það. Pavlov hélt því fram, að ef þeim tækist það ekki, væri það eingöngu vegna „ofdrykkju og óhófs, óreglulegs lífernis og glæp- ÚRVAL samlegrar afstöðu sinnar gagnvart líkamsstarfsemi sinni“. Dr. Georgi Pitskhelauri, formað- ur Georgísku ellirannsóknamið- stöðvarinnar í Tbilisi, hefur tekið nokkrum sameiginlegum þáttum meðal þessa aldraða fólks: „Það er allt gift og á mikið af börnum. Það eru engir piparsveinar eða pipar- jómfrúr þess á meðal . . . . og eng- ir iðjuleysingjar. Allt líf þessa fólks er sífelld, samræmd hringrás erf- iðrar vinnu utanhúss, hvíldar og dægrastyttinga. Og þessi hringrás breytist aldrei. Dr. Nina Sachuk, yfirmaður stað- tölulegar deildar Tilraunastöðvar Kievborgar í líffræði og sjúkdóma- fræði, segir, að það verði að hafa í huga fjölmarga þætti, suma flókna, þegar leita skal orsaka þessa háa aldurs. Lífið í fjallahéruðunum og hinar miklu göngur upp og ofan fjallastíga skapa hagkvæm skilyrði til styrkt'ar hjarta og æðakerfi. Dr. Sachuk segir, að kenning hafi einnig komið fram um það, að hinn lági þrýstingur fjallaloftsins búi lík- amsstarfsemina á heppilegan hátt undir algengan ellikvilla, er nefn- ist ,,hypoixa“ eða minnkar súrefn- ismagn blóðsins. En Dr. Sachuk tekur það þó jafnframt fram, að lægsta hlutfallstala háaldraðs fólks hafi fundizt í öðru fjallahéraði, þ.e. Karpatafj öllunum. Ellihrörnunarfræðingar benda á það, að yfirleitt muni fólk taka langlífi að erfðum, svo framarlega sem lífsskilyrði einnar kynslóðar séu ekki mjög ólík þeim lifsskil- yrðum, sem fyrri kynslóð lifði við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.