Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 104

Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 104
102 ÚRVAL in að aðalbyggingu stofnunarinnar klukkan átta að morgni. Ein starfs- stúlkan tók Debbie úr faðmi mér, og ég reyndi að láta sem ég heyrði ekki hróp hennar, þegar við fylgd- um á eftir hópnum inn í fyrirlestra- salinn. Glenn Doman, yfirmaður starfsliðsins, hélt yfir okkur ræðu og talaði við okkur í 8 stundir sam- fleytt. Það var sjóðandi hiti þarna inni, og við fengum aðeins stund- arfjórðung til hádeigsverðar. Hann ræddi við okkur um grundvallar- kenningar þær, sem stofnunin starf- aði eftir, Um aðferðir þær, sem beitt væri, og markmið þau, sem keppt væri að. Við höfðum tekið hana Betty, elztu dóttur okkar með okk- ur, en hún var þá 13 ára gömul. Og hún sat þarna sem bergnumin líkt og við, foreldrar hennar. Aðalinntakið í orðum hr. Do- mans var í stuttu máli það, að börn- um með brenglaða heilastarfsemi er skipt í þrjá aðalflokka, börn, sem eiga við ýmsa erfiðleika tilfinninga- legs eðlis, börn, sem hafa heila, sem er á einhvern hátt vanskapað- ur eða vanþroska allt frá byrjun, og svo börn, sem hafa upphaflega haft heilbrigðan heila en orðið fyr- ir heilasköddun. Stofnunin fæst eingöngu við lækningu barna þeirra, sem orðið hafa fyrir heilasköddun. í upphafi mátti búast við, að þroski þeirra barna yrði alveg eðlilegur, en síðan kom eitthvert slys eða ein- hver innri hindrun til sögunnar og stöðvaði þroskann eða dró stórlega úr honum. Annaðhvort getur verið um að ræða lélega samræmingu innan taugakerfisins eða sköddun heilafruma, þ.e. hindrun á leiðinni milli skynjunar annars vegar og einkenna eða viðbragða hins vegar, er gefi til kynna, að skynjunin hafi verið rétt meðtekin og túlkuð og hafi verið svarað á eðlilegan hátt. „Ástæðan fyrir því, að þið eruð öll hér samankomin,“ sagði Hr. Doman, „er sú, að við, sem hér störfum, álítum að börn ykkar telj- ist til þessa þriðja flokks." Það var sem þessi orð veittu okk- ur nokkra huggun, því að það voru einmitt slík orð, sem við þráðum heitast að heyra. Stofnunin hafði veitt okkur það jáyrði, sem gat megnað að gerbreyta lífi okkar og barna okkar. En okkur gafst lítill tími til þess að gleðjast. Hr. Doman hélt áfram máli sínu. Hann sagði, að starfsfólk stofnunarinnar hefði um nokkurn tíma verið að mynda og endurbæta þjálfunarkerfi, sem miðaðist að því að lækna slík börn, án þess að til uppskurðar kæmi. Hann bætti því við, að þar væri þó alls ekki um kraftaverk eða ein- hverja allra meina bót að ræða. Þar væri um að ræða mjög erfitt þjálfunarkerfi, sem beita þyrfti langtímum saman og gerði það því að verkum, að endurskipuleggja yrði algerlega líf allrar fjölskyld- unnar. Hann aðvaraði okkur og sagði, að þegar stofnunin hefði sam- þykkt að taka eitthvert barn til meðferðar, yrði að nota hverja þá klukkustund, sem barnið væri vak- andi, til þess að þjálfa taugakerfi þess og miða að vaxandi þroska þess. Ein spurning brann okkur öllum á vörum, hann hafði loks lokið máli sínu. „Við eigum önnur börn, og þau
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.