Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 107

Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 107
HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA 105 hún var kyrr á sama stað, en gerði aðeins skriðhreyfingar. „Barnið verður svo alltaf að láta það sem fyrst af hendi, sem það hefur tekið á móti“, sagði hann síð- an þessu til skýringar. „Við hvað eigið þér?“ spurði ég og botnaði ekkert í þessu. „Strax og búið er að kenna barninu visst hreyfingakerfi, strax og þetta hefur festst í heila barns- ins verður að veita því tækifæri til þess að tjá það, sem það hefur lært. Þið skuluð með öðrum orðum setja Debbie á gólfið strax eftir að þið hafið kennt henni vissar hreyf- ingar, og láta hana skríða þar. Debbie ætti í rauninni alltaf að vera á gólfinu, nema þegar hún sef- ur eða er að borða eða undir sér- stakri meðhöndlun. Finnið sléttasta og hálasta blettinn í húsinu, og gæt- ið þess alltaf, að hún sé á grúfu.“ „Hún verður það ekki lengi“, sagði ég. „Henni þykir svo óskap- lega gaman að velta sér á bakið.“ „Það er mjög þýðingarmikið, að hún fái ekki að velta sér á bakið. Ef þið getið ekki hindrað það á neinn annan hátt, skuluð þið bara binda prik við bakið á henni. En látið hana umfram allt ekki vera í þröngum fötum eða skóm, sem hefta hreyfingar hennar.“ Síðasta viðtalið í stofnuninni fjallaði að mestu leyti um'leiðbein- ingar almenns eðlis. Þá sagði Pete Moran okkur, að við skildum setja nokkurs konar grímu fyrir vit Debbie á hálftíma fresti og þar að auki skorða hana í vissum stelling- um í rúminu á kvöldin. Börnum, sem haldin eru heilalömun, er mjög hætt við öndunarfærasjúkdómum, og mörg þeirra deyja úr þeim. Það var unnt að hvetja Debbie til dýpri öndunar og- auka þannig hið lífs- nauðsynlega virka rúmtak lungna hennar með því að setja sérstaka plastgrímu yfir nasir hennar og munn, láta hana vera í 60 sekúnd- ur og láta hana þannig anda aftur að sér sínum eigin kolefnistvísýr- ingi (kolsýru). Með því að skorða hana í sér- stökum stellingum í rúminu á kvöldin átti að reynast unnt að styrkja taugakerfi hennar og gera það smám saman starfshæfara. Hún átti alltaf að sofa á maganum. Ef hún sneri til höfðinu til hægri, varð að lyfta hægra hné hennar og koma hægri hendinni þannig fyrir, eins og hún væri að sjúga þumalfingurinn á henni, en vinstri handleggur og fótur áttu að vita niður á við. En þegar höfuð hennar sneri til vinstri, átti stelling út- limanna að vera öfug við það, sem hún skyldi vera í hinu tilfellinu. Hvað þau börn snertir, sem hafa ekki enn sýnt, hvort þau séu örv- hent eða ekki, þá er nauðsynlegt að skipta um þessa stellingu þeirra á hverri nóttu. Það var komið fram að miðnætti, þegar öllum viðtölunum og leið- beiningunum var lokið. Við undr- uðumst það allra mest, hversu þæg og meðfærileg börnin höfðu öll verið. Auk Debbie höfðu 17 önnur börn orðið að ganga í gegnum slík- an hreinsunareld þennan dag. Þau voru öll dauðþreytt og orðin svo- lítið ókyrr, en ekkert þeirra fékk ofsalegt reiðikast. Það var eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.