Úrval - 01.02.1967, Síða 115

Úrval - 01.02.1967, Síða 115
HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA 113 stöfum. „EYRA“ hrópaði Debbie og neitaði af mikilli þrjózku að læra eitt orð í viðbót. Og næstu dagana voru NEF og EYRA okkar stöðugu félagar dag- inn út og daginn inn. NEF var fest á nefið á bangsa með límbandi og EYRA var fest á brúðu á sama hátt. Og þegar þriðji dagurinn var að kvöldi kominn, átti Debbie orðið auðvelt með að greina á milli orð- anna NEF og EYRA. Hún var mjög hreikin, þegar hún gat tafarlaust greint á milli þessara orða, er spjöldin skutu upp kollinum á öll- um mögulegum stöðum, komu svif- andi niður úr loftinu, spruttu upp úr poka eða smugu upp úr háls- máli mínu. Og þannig kynnti ég nýtt orð fyr- ir henni á hverjum degi næstu tíu dagana, en þá kom að því, að Debbie nægði ekki lengur eitt orð á dag. Ég byrjaði að merkja alla mögulega hluti á heimilinu með nafnspjöldum, einnig systkin henn- ar. Og næstu tvo mánuðina lærði Debbie að lesa 200 orð. Ég þarf varla að lýsa undrun minni. „ALVEG FULLORÐIN“ Við fórum í þriðju heimsóknina til Domanstofnunarinnar snemma í desember, og þar var það staðfest, að Debbie sýndi framrfarir á næst- um öllum sviðum. Framfarirnar á sviði snertiskynsins voru alveg furðulegar. Einnig var um miklar framfarir að ræða, hvað sjón henn- ar snerti, einkum samræmingu augnanna innbyrðis. Tom þjálfunar- sérfræðingurinn, sem átti að hafa eftirlit með handahreyfingum henn- ar og beitingu handanna við ýmis viðfangsefni, var ekki alveg eins ánægður með skriftina hennar. Hringirnir hennar voru eins klunna- legir og áður, og hún gat alls ekki skynjað ferhyrning. Hann stakk upp á því, að við létum hana hætta að nota blýant, og sagðist álíta, að henni gengi miklu betur, ef hún fengi að teikna með fingri í sand eða sápu, eða mála með fingrunum. Hr. Doman var stórhrifinn af framförum Debbie. Þarna var heila- skaddað barn, aðeins þriggja ára gamalt, sem gat þegar lesið 100 orð. Var hægt að fá betri sannan- ir um gagnsemi uppáhalds lestr- arkennslukenningar stofnunarinnar? Frú Doman áleit, að nú mætti byrja að kenna Debbie orð prentuð með smáu letri. Þegar við komum heim næsta dag, hófst ég handa við þriðja stig- ið í þjálfunaráætlun stofnunarinn- ar. Það leit út fyrir að ég yrði að lengja starfsdaginn svolítið, í hvert skipti sem nýtt tveggja mánaða tímabil hófst. Nú varð ég að skipu- leggja öll heimilisstörfin og raun- verulega allt líf allrar fjölskyld- unnar á þann hátt, að hægt væri að vinna að þessari þjálfunaráætl- un allan daginn, að undanteknum þeim tíma á degi hverjum, er Debbie fékk sér síðdegislúr. Debbie hafði alltaf verið mjög háð okkur, en nú keyrði alveg um þverbak. Nú mátti ég ekki yfirgefa hana eitt augna- blik. Hún byrjaði að gráta, ef ég gekk snöggvast út úr herberginu, sem hún var stödd í. Og hún þreytt- ist fljótt, ef hún grét. Og það gekk verr með þjálfunina, ef hún þreytt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.