Úrval - 01.02.1967, Page 121

Úrval - 01.02.1967, Page 121
HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA 119 eða í allra augsýn. Við ætluðum að láta okkur það engu skipta, þótt fólk glápti á okkur. Við ætluðum að binda endi á ferðina og snúa aftur heimleiðis, ef einhver tæki að mögla og kvarta eða sýndi skort á ábyrgð- artilfinningu. Og næsta mánuðinn heimsóttum við skemmtigarðinn Disneyland í Los Angeles, San Francisco og stór- an búgarð í Colorado, og alltaf héldum við þjálfun Debbie áfram, hvar sem við vorum stödd hverju sinni. Þetta reyndist oft erfitt í framkvæmd, en börnin fundu allt- af einhvert ráð, hversu erfiðar sem allar aðstæður voru. Erfiðast var að þjálfa Debbie, meðan beðið var eftir flugvélum. Þá reyndi sannar- lega á góðan samstarfsvilja. Þau Betty og Ricky fóru á undan til þess að leita að heppilegum stað í flug- stöðinni, þar sem einhverjar mott- ur eða borð var að finna, sem Debbie gæti gert skriðæfingar sín- ar á. Wendy og Patti höfðu uppi á veitingasalnum og pöntuðu mat fyr- ii alla fjölskylduna. Mike sá um farmiðana, og ég leit eftir Debbie. í þyrluflugstöð nálægt Disneyland- garðinum breyttum við löngum bekk í æfingaborð, en í flugstöð- inni á Los Angelesvellinum notuð- um við borð í lestrarsal Christian Sciencesafnaðarsamtakanna. í járn- brautarlestinni á leið til Denver í Colorado fndum við heppilegt æf- ingaborð við skenkiborðið í útsýnis- vagninum og gott skriðrými eftir ganginum í setustofunni í sama vagni. Betty var sú, sem helzt hafði orð fyrir okkur. Hún var nokkurs konar blaðafulltrúi, og kynnti þjálf- unarkerfið öllum þeim, sem virtust hafa hinn minnsta áhuga á að hlusta á hana. Það var fullt af börnum á bú- garðinum í Colorado, og einn vin- sælasti leikurinn var Limbo. Eitt kvöldið spurði tómstundaleiðbein- andinn Debbie, hvort hún vildi verða með í Limbokeppninni. Debbie varð alveg himinlifandi. Hún fór í röðina með hinum börn- unum, þegar þau fóru undir limbo- stöngina, elti hún þau á fjórum fót- um. Hin börnin í keppninni sýndu alveg aðdáunarverða tillitssemi gagnvart henni, jafnvel 2-3 ára smábörn. Þau biðu með stakri þol- inmæði eftir því, að Debbie kæm- ist á leiðarenda, og klöppuðu henni lof í lófa, þegar hún var komin í mark. Debbie naut nú þeirrar á- nægju í fyrsta skipti á ævinni að mega taka þátt í hópleikjum og keppni. Við eyddum 10 dásamlegum dög- um þarna á búgarðinum, og þá var leyfið okkar næstum alveg á enda. Þetta hafði verið alveg dásamlegt sumarleyfi. Þjálfun Debbie hafði ekki eyðilagt neitt fyrir neinum, heldur hafði hún gert þetta allt svo- lítið skemmtilegra, vegna þess að það hafði reynt meira á hugvit okk- ar fyrir bragðið. Nú tóku börnin enn meira lifandi þátt en áður í þjálfunaráætlun Debbie. Þau gerðu sér grein fyrir þörfum hennar og vandamálum og lögðu fram sitt bezta til þess að hægt væri að gera það, sem gera þurfti. Við komum heim, skömmu áður en fellibylurinri Cleo skall yfir Florida. Ég hafði alltaf haldið fast
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.