Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 129

Úrval - 01.02.1967, Qupperneq 129
127 HLAUPTU BURT, LITLA STÚLKA spurði ég sjálfa mig. Ég kraup á kné við hlið henni og tók undir hendur hennar. Hægt og hikandi rétti Debbie úr fótunum, og að lok- um tókst henni að rísa upp. „Þetta er mjög gott,“ sagði dr. Wilkinson rólega. „Ég held, að hún sé nú orðin nægilega undir það búin að reyna að bera einhvern þunga.“ Debbie var fljót að sofna þetta kvöld. Hún var varla lögzt á kodd- ann, þegar hún var steinsofnuð. Ég sat þarna í hótelherberginu og gat nú loks veitt mér þann munað að gefa mig á vald þeirri gleði, sem dagur þessi hafði borið í skauti sínu. Debbie hafði staðið upprétt! Hún hafði staðið upprétt! Þetta var ekki lengur draumur. Ég hringdi í fjöl- skylduna sigri hrósandi og færði þeim þessar dásamlegu fréttir. Börnin urðu alveg ær af gleði, svo að það var ekki unnt að greina, hvað þau sögðu. En ég vissi um inntak orða þeirra, þegar ég lagði frá mér taltækið. „Við erum ham- ingjusöm og æst, og svo óskaplega hreykin." Þau höfðu næga ástæðu til þess að vera hreykin. Velgengni og framfarir Debbie voru ekki síður þeim að þakka en öðrum. Það hafði þurft snilli starfsfólks Domanstofn- unarinnar til þess að skipuleggja þjálfunaráætlun fyrir Debbie, en það var líka þörf fyrir ást og holl- ustu allrar fjölskyldunnar til þess að unnt yrði að framkvæma þessa áætlun. Við gerðum okkur öll grein fyrir þessu, og við fundum öll til persónulegrar sigurgleði innra með okkur vegna velgengni Debbie. Okkur hafði þetta öllum verið fögur og stórkostleg reynsla. Hvað sjálfa mig snertir persónu- lega, þá höfum við Debbie notið náins félagsskapar hvorrar ann- arrar, sterkra og stöðugra tengsla, og þessi nánu tengsli hafa gert mér fært að skynja og njóta að nýju allra þeirra dásemda og hvatning- ar, sem bernskuárin bera í skauti sínu. Ég hef orðið auðugri vegna þeirrar reynslu minnar. Nú sé ég og skynja öll börnin mín á annan hátt en áður. Ég tek engu sem sjálf- sögðum hlut lengur. Hjarta mitt er þrungið þakklæti, þegar ég kem hópnum í skólann á morgnana, þegar ég hlusta á spaugsyrði þeirra og spurningar og þegar ég geng á milli rúmanna þeirra á kvöldin og býð þeim góða nótt með kossi. Það er rétt að hluti lífs míns hefur ver- ið bundinn Debbie og þjálfunar- áætlun hennar. Ég hef neytt allrar orku minnar og ástar, ímyndunar- afls míns og aðlögunarhæfni í þess- ari baráttu. En þegar ég ber allt þetta saman við það, sem ég hef fengið í staðinn, þá hefur fram- lag mitt ekki reynzt mikið miðað við það. Get ég nokkurn tímann vonazt til þess að veita Debbie minni sterk- an og heilbrigðan líkama? Ég veit vel um líkurnar, sem læknar um víða veröld álíta, að séu á fullum bata slíkra barna. Debbie er „athetoid“-sjúklingur, og skýrslur læknanna um svipuð tilfelli eru henni ekki í vil. í gervallri sögu læknavísindanna hefur aldrei ver- ið um að ræða eitt einasta dæmi um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.