Úrval - 01.03.1968, Side 6
4
undurinn I. A. Gruzdev tvo hunda,
og hann hafði ekkert handa þeim.
Svo var það að kona hans kom einu
sinni heim með tveggja daga
skamrnt handa sér og honum, klesst
svartabrauð, átektar og að bragði líkt
og jarðarleir. Þá hringdi síminn og
hún hljóp út í forstofu til að svara.
Samtalið varð langt, og þá man hún
allt í einu eftir að hafa skilið brauð-
in eftir á lágu borði. Þarna sátu þá
horuðu hundarnir þeirra, og horfðu
á brauðin eins og einhverja opin-
berun, en munnvatnið draup úr
báðum munnvikum niður á gólf, og
voru þar komnir pollar, sinn fyrir
framan hvorn hund. En hvorugur
hafði snert á brauðinu.
Margan hugrakkan hund þekkti
ég þegar ég var á vígstöðvunum.
Einn var látinn skríða gegnum eld-
línuna til þess að koma boðum frá
fremstu víglínu til herstjórnarinnar.
Svo þekkti ég þar skozkan fjárhund,
sem skipti um lit eftir árstíðum, og
var nú hvítur, því vetur var. Hann
var látinn leita uppi særða menn
og leggjast hjá þeim, en á bakinu
bar hann sáraumbúðir í körfu, mat
og vodka, og þegar hann hafði kom-
ið sér svo fyrir að maðurinn náði
í þetta, tók hann merkisspjald
mannsins (sem var úr leðri) milli
tannanna, og hraðaði sér á fund
læknavarðliðsins til þess að segja
til um særða manninn, síðan vísaði
hann á hann með því að fara á und-
an og láta fylgja sér þangað sem
hann lá.
Oft vissi ég það að hundar, sem
drógu sleða, náðu særðum mönnum
u.pp á sleðann, og drógu síðan miklu
hægar og varlegar en annars. Tveir
ÚRVAL
hundar sem látnir voru draga sama
sleða, voru annars óvinir og alltaf
að fljúgast á, en gerðu það aldrei
þegar búið var að spenna þá fyrir
sleðann.
A síðasta ári hinnar síðari heims-
styrjaldar voru Þjóðverjar famir að
teggja jarðsprengjur, sem ekki voru
í málmhylkjum, og þess vegna ekki
hæg't að finna þær með sprengju-
teitara. Þá voru hundar látnir gera
það. Ég veit ekki vel hvernig þeir
fóru að því, — líklega hafa þeir
fundið lykt af rnold,, sem nýlega
hafði verið rótað við, en þeim
skjátlaðist aldrei. Ef þeir fundu
sprengju, settust þeir hjá henni og
biðu eftir því að maðurinn, sem átti
að gera sprengjuna óvirka, kæmi.
Sumarið 1945 var haldin í Lenin-
grad sýning á hundum, sem höfðu
verið hafðir til ýmissa starfa í víg-
línunni, og einnig þeim sem höfðu
lifað af umsátrið. Meðal jarð-
sprengjuleitarhundanna var einn,
sem hafði fundið meira en 4000
sprengjur. Hann vantaði annað eyr-
að og þótti hafa sloppið vel. Allir
horfðu á hann og hann horfði á
móti alveg hissa á þessu, og við og
við gólaði hann dálítið eymdarlega.
Þarna voru 15 hundar sem höfðu
lifað af umsátrið, og höfðu eigend-
ur þeirra komið með þá. Ekki mátti
á milli sjá hvort horaðra var, þess-
ar gömlu konur, sem áttu hundana,
eða hundarnir sjálfir.
Buzu II, einn af hundunum mín-
um mátti heita hugrakkur í bezta
lagi, en svo bar það til einu sinni,
þegar gerð var árás á Moskvu, að
konan mín skiildi hann eftir á ní-
undu hæð í háhýsi (hundar mega