Úrval - 01.03.1968, Page 14
Eftir J. D. RATCLIFF.
Langweiseh-brúin.
Hið stórfenglega
járnbraut-
arkerfi
Svisslendinga
Hið 3450 mílna langa
járnbrautarkerfi Sviss
er eitt af stórfengleg-
ustu verkfræðiundrum
veraldarinnar. Það má
segja, að það líki eftir klifri fjalla-
geitarinnar, greftri moldvörpunnar,
og sums staðar líkist þetta einna
helzt rennibrautum (rutchebane) í
skemmtigarði.
Tveir þriðju hlutar Sviss eru fjall-
garðar, þar sem klettar og klungur
blasa hvarvetna við augum. Það
var þörf fyrir flutningakerfi til þess
að flytja vörur og fólk á milli hinna
ýmsu staða, þar á meðal upp á
12.000 feta háa tinda himinhárra
fjalla, sem hafa orðið tugum fjall-
göngumanna að bana. Þegar bratt-
inn varð of mikill fyrir venjulega
járnbrautarteina, sneru Svisslend-
ingar sér að tannhjólabrautum. Svo
komu lestir sem dregnar voru 1
stálvírum, en þegar að því kom,
að brattinn reyndist jafnvel of mik-
ill fyrir slíkar járnbrautir, sneru
Svisslendingar sér að því að grafa
jarðgöng í gegnum fjöll og komu
fyrir lyftuútbúnaði.
Brattasta tannhjólabraut heimsins
er á Pílatusfjalli nálægt Lucerne.
Öldum saman var fjallgöngumönn-
um bannað að klífa fjallið. Yfir-
völdin þar í nágrenninu vildu ekki
eiga neitt á hættu. Þau voru hrædd
við drekana, sem voru álitnir gæta
fjallsins, og anda Pontíusar Píla-
tusar, sem sagt var, að héldi sig
þar. En svo kom að því, að drekar
og draugar urðu ekki lengur í tízku,
12
Empire