Úrval - 01.03.1968, Side 31
ÆVI KEPLERS
29
vænleg börn, en Hinrik sonur hans
þótti eitthvað óstöðuglyndur í æsku,
og er sagt að faðir hans hafi viljað
festa ráð hans með því að koma
honum í hjónaband. Gekk hann að
eiga fátæka þjónustustúlku á veit-
ingahúsi, Katharine Guldenmann, og
voru þau gefin saman þann 15. maí
1571, og var fyrsta bam þeirra Jó-
hannes Kepler, stjörnufræðingurinn
mikli, sem fann lögmál himingeims-
ins. Kepler er í bókum oft nefndur
sjömánaðabarn og heilsuleyi hans
og önnur eymd ef til vill sett í sam-
band við það, og víst er um það
að hann er fæddur rúmum 7 mán-
uðum eftir giftingu foreldranna. Hef
ég séð þess getið að nákvæmni Kepl-
ers og sannsögli um þessar stað-
reyndir hafi verkað allt að því ó-
þægilega á suma sagnritara. En vera
má að íslenzkir lesendur væru til
með að botna þá sögu á annan hátt
og þykja þó Jóhannes Kepler ekki
verri maður að heldur.
En hvað sem því líður, þá var
Jóhannes litli ekki hraustur í æsku,
og honum leið oft illa. Samljmdið
var ekki heldur alltaf sem bezt á
heimdilinu, því að foreldrarnir voru
fyrirhyggj ulitlir og höfðu miður gott
lag á því að koma fótum undir sig.
Þegar Jóhannes var tæplega árs-
gamall réði faðir hans sig á mála
hjá hertoganum af Alba, sem ekki
hefur fengið góð eftirmæli í mann-
kynssögu en það er önnur saga.
Hafði Hinrik konu sína með sér,
en ungbörnin tvö urðu eftir hjá
afa sínum og ömmu. Sex ára gam-
all fór Jóhannes þó aftur til for-
eldra sinna, sem þá höfðu setzt að
í öðru þorpi ekki allfjarri og nú
fór hann að ganga í skóla. En hann
varð líka að hjálpa foreldrum sínum
heima við, því að þau áttu sífellt í
basli og fátækt. Einhverju sinni
veiktist hann af bólusótt og skemmd-
ust augun. Og þess vegna var það,
að stjörnufræðingurinn Kepler, sem
átti eftir að verða, átti aldrei eins
gott með að skoða stjörnumar og
aðrir menn, svo að hann varð að
láta sér nægja að reikna út gang
þeirra — en það gerði hann manna
bezt.
Enginn skyildi láta sér til hugar
koma að það hafi verið ákveðið
eða fyrirhugað af aðstandendum, að
hinn efnilegi námsmaður skyldi
verða stjörnufræðingur, því að slíkt
var þá naumast til, og menn vissu
yfirleitt ekkii hvað stjömurnar voru.
En allur námsferill hans var með
ágætum, þrátt fyrir hinar ömurleg-
ustu ástæður heima fyrir, og þegar
allan fjárstyrk þraut þaðan, eftir
að einhver voði hafði dunið yfir,
skutu borgarar í Weiil, sem minntust
afa hins unga námsmanns, saman
handa honum í styrk sem nægja
skyldi honum til að ljúka námi.
En af slíkum efnum átti hann vit-
anlega þess engan kost að taka þátt
í gaumi og gleði stúdentalífsins og
urðu bækurnar þá athvarf hans. Lat-
ínu og grísku nam hann kappsam-
lega, en þó framar öllu guðfræði, því
að hún var aðalnámsgrein í þá daga
og nauðsynlegust talin. Náttúruvís-
indi var naumast um að ræða í
skólum þeirra tíma, en einhver
stærðfræði fékk að fljóta með eins
og aukageta, og stunduðu menn hana
misjafnt. Lauk Kepler námi sínu
með hinum mesta sóma.