Úrval - 01.03.1968, Side 38
36
ÚRVAL
Séö yfir gróöurhúsafloemi í Oiollenzkri
sveit.
um af þeim gróðurhúsum, sem ég
kom í, var einkennilega svait loft
og þurrt. Þetta er gert til þess að
breyta blómgunartíma sumra jurta,
og' draga úr vaxtarflýtinum. f öðr-
um húsum var heitt og rakt loft,
og spruttu þar stórar og fagrar,
þroskamiklar jurtir, sem blómguð-
ust af ákefð. Jafnvel vökvun og
áburður gerist á vélrænan hátt. Það
er látið rigna áburðarvatni yfir jurt-
irnar þegar þess er þörf, og stund-
um er komið fyrir rafhlöðum í mold-
inni til þess að séð verði hvort þörf
sé á að vökva.
Þó er enn furðulegra að sjá hinar
nýju aðferðir sem hafðar eru til að
flýta fyrir vexti plantnanna. Með
því að auka ofurlítið hið örlitla
magn af koltvísýringi, sem í loftinu
er allajafna, má takast að flýta vexti
svo um munar. Því þó að jurtum
sé þörf á ýmsum efnum úr jarðvegi,
þá taka þær efni sér til vaxtar að
langmestu leyti úr loftinu, svo sem
kunnugt er, þær vinna úr því kol-
efni sér til vaxtar og viðgangs. Til
þess nota þær sólarorku, sameina
svo kolefnið úr loftinu vatnsefni,
sem ræturnar sjúga úr moldinni,
og úr þessum efnum myndast svo
vefir þeirra.
Hollenzkir gróðurhúsaræktendur
brenna olíu eða jarðgasi til þess að
framleiða koltvísýring, og síðan leiða
þeir þessa lofttegund í pípum um
gróðurhúsin, með ágætum árangri,
einkum þegar rækta skal salat og
tómata. í einu af þessum gróður-
húsum (í Naaldwijk), var salatið lát.
ið anda að sér lofti, sem ,,bætt“ hafði
verið með jarðgasi, sem logaði á,
og engar krókaleiðir hafði farið.
Hollenzkir gróðurhúsaræktendur
hafa það í hendi sér að breyta vaxt-
artíma og vaxtarhraða jurtanna eftir
vild sinni.
Eitt sinn er ég ók framhjá til-
raunastöð að nóttu til, sá ég út um
gluggana hve glaðbjart var inni í
sumum gróðurhúsunum. Þetta var
gert til að fjölga þeim klukkustund-
um sólarhringsins, sem jurtirnar
gátu haft sér til vaxtar og þroska,