Úrval - 01.03.1968, Side 40

Úrval - 01.03.1968, Side 40
38 ÚRVAL líkaði hollenzkt grænmeti. „Hol- lenzkir tómatar eru ætíð mesta af- bragð,“ svaraði hún. „Þeir eru vel þroskaðir og þéttir í sér. Og saltið nýtist vel, ekkert þarf að fara til spillis. Þó að það kunni að vera helmingi dýrara, borgar sig betur að kaupa það. Okkur kemur öllum saman um þetta.“ En hér er ekki nema hálfsögð sagan. Blóm dafna engu miður en grænmeti við þessi hin ákjósanleg- ustu skilyrði, og salan á þeim nem- ur nú 220 milljónum gyllina á ári, — hefur vaxið um 400% síðan árið 1950. Stærð og framleiðsla gróðurhús- anna er mjög misjöfn. Ýmis af þess- um fyrirtækjum mega kallast fjöl- skyldufyrirtæki, önnur eru risavax- in. Eitt þeirra, sem kallast Van Staaveran, hefur hér um bil 8 ha. undir gleri, og starfa þar 100 verka- menn, og eru þar miklar fjárfest- ingar í húsum, hitunarkerfi, vélum og farartækjum. Maurice van Staa- veran hefur verið forustumaður um nýjar og betri ræktunaraðferðir, og einnig hefur hann leitað fyrir sér um að vinna eldsneyti á ódýrari hátt, aðallega olíu. Það var á einum afarköldum vetri, að kostnaðurinn við kyndingu gróð- urhúsanna fór fram úr öllu valdi, og gerði hann þá fyrirspurnir og var sagt, að í olíuskipum, sem fluttu olíu til Amsterdam, væru allmiklar dreggjar undir í þrónum, sem ekki væru markaðshæfar, en olíukaup- menn vildu losna við fyrir lítið verð. Tók hann þá til og iét tank- bíla sína sækja þetta, og reyndist það fullgott eidsneyti handa gróður- húsunum, en afganginn, sem hann þurfti ekki sjálfur, seldi hann öðr- um gróðurhúsaeigendum. Annar frægur gróðurhúsaeigandi hollenzkur hét frú Eveleens. Kona þessi er dáin, en fyrirtækið ber enn nafn hennar. Hún stofnaði það þeg- ar hún varð ekkja, í því skyni að verða fær um að ala upp og koma til mennta fimm sonum sínum, en þeir tóku við því þegar hún hætti, og dafnaði það og óx í höndum þeirra. Þar eru nú h. u. b. 3 ha. und- ir gleri, og eru þar einkum ræktað- ir burknar, 40 tegundir alls, og seld- ar úr landi fimm milljónir ung- plantna árlega. Til þess að tryggja hinum skamm- lífu, afskornu blómum öruggan markað hafa Hollendingar fundið ráð sem vel duga, bæði um kaup- samninga, flutninga á miklu magni á sem skemmstum tíma, og til að minnka til muna alla skriffinnsku þessu viðvíkjandi. Það var einu sinni snemma morg- uns að ég fór á markaðstorg það sem kallast Aalsmeer, og er annað af tveimur sem eru umkringd gróð- urhúsum, og er þangað klukkutíma akstur frá Haag. Fyrst gekk ég með- fram þessum löngu, lágu byrgjum, skínandi fögrum þar sem afskorn- um blómum og pottaplöntum hafði verið raðað um nóttina skömmu fyrir dögun. Þangað voru þá komnir kaupend- ur frá ýmsum löndum, 200 talsins, og hafði hver þeirra merki um það hver hann væri og hvaðan, fyrir framan sæti sitt. Sumir voru frá Norðurlöndum, aðrir frá Bretlandi, Belgíu, Luxemburg, Vestur-Þýzka-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.