Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 53
51
Hér fara á eftjr 18 sjaldgæf orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu.
1. að rórilla: að reika um, að stofna til illinda, að vagga, að iða, að dilla,
áð spekjast, að temja.
2. gaupn: spendýr, athygli, barmur, magi, handarbak, íhvolfur lófi, skaut,
hugur, rola, hné.
3. dusilmenni: flagari, garmur, ómenni, dugnaðarforkur, svikari, heiðurs-
rnaður, snyrtimenni, fámáll maður, gleðimaður.
4. flingur: áleitni, slúður, hannyrðir, hégómi, einskisvert dót, skartgripir,,
ísaumur, matreiðsla, hringlandaháttur.
5. ;að gera e-m grélur: að daðra við e-n, að leika á e-n, að hrósa e-im» að
bera fham getsakir á hendur e-m, að hrekkja e-n, að móðga e-n, a’ð
gleðja e-n.
6. hauður: jörð, sjór, fjall, hetta, land, neyð, auðn, torveldur, kjarklítill.
7. að rókka: að dansa, að hreyfa, að bifast, að sveiflast, að friða, að temja,
að sljóvgast, að grænka í rót.
8. nökkvi: rökkur, skug.gi, óvættur, Færeyingur, sorg, skip, hestur, vatna-
skrímsli, legufæri.
9. idusi: lubbi, sóði, ruddi, stór hákarl, stór þorskur, tarfur, hrútur, foli,
poki, nemandi í neðsta bekk menntaskóla.
10. að skilja til um e-ð: að leggja áherzlu á e-ð, að skilja e-ð fyllilega, að
setja e-ð sem skilyrði, að skilja á milli, að gerast milligönguimaður, að
taka e-ð fram.
11. að drága í bosið: að taka duglega á, að slæpast við vinnu, að safna istru,
að vera duglegur að bjarga sér, að dorga eftir fiski, að draga net.
12. fnykur: þytur, fýla, vatnaskrímsli, rykögn, gæðingur, orðrómur, keimur.
13. rumbi: suður-amerískur dans, stormur, úrgangshey, sinuflóki, óþurrkar,
slydda, hávaði, þruma, óhaflaður maður, yfirgangsseggur.
14. ljóri: konungur, stjaki, birta, sláni, galli, gluggi, legufæri, reykop.
15. Það krælir ekki á honum: það mæðir ekkert á hdnum, það sjást emgin
isvipbrigði á honum, hann bærir ekki á sér, þetta hefur enigin áhrif á
hann, hann lætur sig ekki, hann lyppast niður.
16. að koka við e-u: að klígja við e-u, að kyngja e-u, að svolgra e-ð í jsig,
að gleypa við e-u gagnrnislaust, að þreifa á e-u, að stjaka við e-u.
17. rummungur: griðungur, flækingur, mikill þjófur, lygari, ofbeldisseggur,
áflogahundur, orðrómur, risavaxinn maður, sláni.
18. lað hníga til e-s: að fella ástarhug til e-s, að leita til e-s, að bera óvildar-
hug ti'l e-s, að vera á sama máli og e-r, að gefast upp fyrir e-m, að
líkjast e-m. Svör á bls. 65.