Úrval - 01.03.1968, Síða 60
58
ÚRVAL
1900 brauðsnúða, 270 pund af kjöti
og 720 skammta af ábætisréttum.
Þeir hafa drukkið 270 lítra af kaffi
og 18 lítra af ávaxtasafa og þar að
auki 58 lítra af léttum vínum og
kampavíni, 67 lítra af bjór, 31 lítra
af sterkum vínum og 4% lítra af
líkkjörum og kokteilum.
Þetta hefur sem sagt verið heljar-
mikil veizla, og nú er aðeins eitt,
sem getur tafið endalok hennar,
þ. e. flugumferðin yfir Kennedy-
flugvellinum við New Yorkborg.
Fréttirnar berast okkur, þegar við
erum rétt fyrir utan Labradorskag-
ann í tveggja flugtíma fjarlægð frá
New York. Flugumferðarstjórarnir
á Kennedy-flugvellinum hafa til-
búna smugu fyrir okkur, svo að
við getum setzt strax og við kom-
um þangað. Og hjól flugvélarinnar
hætta að snúast á nákvæmlega rétt-
um tíma, klukkan 11.30 að kvöldi.
í slíkri ferð öðlast maður mjög
góða yfirsýn yfir allar aðstæður á
hinni nýju þotuöld. Þessi dásamlega
flugþjónusta hefur augsýnilega þýð-
ingu fyrir kaupsýslumenn, sem eru
alltaf að flýta sér. En þetta þýðir
jafnframt, að fólk sem hefur ekki
mjög mikinn tíma eða fé aflögu,
getur nú heimsótt fjarlæga staði á
hnettinum. Og þetta eru menn nú
einmitt farnir að gera í þúsunda-
tali, Bandaríkjamenn, Japanir, Þjóð-
verjar, Englendingar, og er tala
þeirra nokkurn veginn í réttu hlut-
falli við röð þjóðanna í upptalning-
unni. Bandaríkjamaður getur fengið
keypta fjögurra vikna flugferð
hringinn í kringum hnöttinn fyrir
um 2000 dollar, en þar af kostar
flugfarmiðinn 1231 dollara.
Ég sá nýlega ferðaáætlanirnar,
sem gerðar hafa verið fyrir leiftur-
þoturnar, sem búizt er við, að hefji
flug árið 1972. Þessar flugvélar
munu verða næstum eins fljótar í
kringum hnöttin og sólin, ef svo
mætti orða það. Þær hafa næstum
við henni. Þær munu leggja af stað
frá San Francisco klukkan 9 að
morgni og munu svo leggja upp frá
hverjum viðkomustað aðeins nokkr-
um mínútum síðar, sé miðað við
klukkuna og tímaútreikninginn, og
munu því koma til New York að-
eins fjórum klukkutímum eftir að
þær lögðu af stað frá San Francisco!
Góða lendingu!
Á síðustu ferð minni til Irlands varð ég að fá lánaðan bíl hjá einum
írskum vini mínum dag nokkurn. Þegar ég steig inn í hann, kallaði
einn þjónninn á eftir mér: ,,Ef þér ætlið að taka þennan bíl, herra
minn, ættuð þér að aka á fleygiferð til Mullingar, því að það er mjög
lítið bensin á geymnum."
Jack de Manio.
Sumt fólk gerist trúað á þann hátt, að það er eins og það skoði
trúna sem eins konar vátryggingu gegn helvíti. .. en vill svo losna við að
borga iðgjaldið.