Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 61
Nýlegar rannsóknir haja leitt í Ijós, hvernig innri
spenna getur orsakað líkamlega sjúkdóma.
Mikilsvert er að uppgötva orsakir spennunnar,
ef bati á að fást.
Orsakar
taugaspenna
líkamlega
sjúkdóma?
Eftir PATRICIA og RON DEUTSCH.
„í tvo mánuði hefur mér
liðið svo undarlega,“
sagði Fran Wilson,
WZjSPÍ? hjartasérfræðingnum.
;jÉg stend á öndinni, og
hjartað slær hratt og óreglulega.
Mig svimar og skjálfti fer um mig.
Einnig verkjar mig fyrir brjósti,
og tvisvar hefur liðið yfir mig.
Heimilislæknirinn minn segir, að
blóðþrýstingurinn og hjartalínurit,-
ið séu óeðlileg.
„Urðu nokkrar breytingar á dag-
legu lífi þínu skömmu áður en þessi
undarlega líðan gerði vart við sig?“
spurði sérfræðingurinn.
„Maðurinn minn var fluttur til
Arizona," sagði Fran. „Ég varð eft-
ir, svo að börnin gætu lokið nám-
inu. Síðan hann fór, hef ég átt
erfitt með svefn. Heldurðu, að það
gæti verið þreyta, sem veldur ó-
þægindunum fyrir hjartanu?"
„Ég held, að hjartað sé í bezta
lagi,“ sagði sérfræðingurinn. „Ég
held, að orsök óþægindanna sé fyrst
og fremst tilfinningalegs eðlis.“
Þó að læknirinn hefði rétt fyrir
sér, voru óþægindi Fran alls ekki
ímyndun. Ekki var hún heldur and-
lega veil í venjulegum skilningi.
Taugaspenna getur orsakað raun-
verulega sjúkdóma og valdið breyt-
ingum á efnaskiptum líkama al-
heilbrigðs fólks. Þetta er mjög al-
gengt. Á ráðstefnu, sem haldin var
nýlega, voru sérfræðingar sammála
um, að sjúkdómar, sem ættu sér
Family Circle
59