Úrval - 01.03.1968, Side 68
Hirohito
Japanskeisari
Einvalclunnn, sein eitt sinn var
álitinn goðumborin vera, er nú
atliajnasamur vísindamaður.
í hj arta Tókíóborgar
stendur keisarahöllin á
fögru grasivöxnu svæði,
KgSSta sem er í kringum kíló-
metri í þvermáli. Svæð-
ið er umlukt hringlaga síki. Mið-
svæðis, uppi á dálítilli hæð, standa
tvö tvílyft hús innan um tré og
runna. Hér býr Hirohito Japans-
keisari. Fyrir fáum áratugum var
keisarinn talinn af þegnum sín
um guðlegrar ættar, kominn frá
sjálfum sólguðinum, Amater-
asu. En nú, á 67. aldursári, er
keisarinn hins vegar álitinn
ósköp venjulegur dauðlegur
mað'ur.
Klukkan 7 fer keisarinn
á fætur og snæðir morg-
unverð með keisaraynj -
unni, Nagaka. Ef veðirr
leyfir, gengur hann því
næst til Kunachio, sem er fimm
hæða steinhús þar skammt frá
Skrifstofa keisarans er þar í tví-
lyftri viðbyggingu og búin fáum
húsgögnum og myndum.
Ef hann er ekki að sinna hátt-
settum gestum, situr hann við skrif-
borðið og kynnir sér og undirritar
66
Readers Digest
Eftir NOEL F. BUSCH.
opinber skjöl. Að loknum daglegum
störfum á skrifstofunni, fæst hann
við líffræðirannsóknir, en líffræðin
hefur verið eitt af aðaláhugamálum
hans s.l. fimmtíu ár. Tvö kvöld í
viku stundar hann rannsóknir á til-
raunastofu sinni, sem er skammt
frá skrifstofunni.
Að venju kemur keisarafjölskyld-
an saman tvö kvöld í viku. A mánu-
dagskvöldum horfir hann hins
vegar á ýmsar fréttakvikmyndir
utan úr heimi.
Upp til fjalla og niður við
ströndina á keisarinn smáhýsi,
sem hann dvelur í til skiptis.
Sjö sinnum á ári kemur hann
fram sem æðsti prestur
t Shinto trúarbragðanna við
helgiathöfn, sem haldin er
Jþ í bænahúsi skammt frá
höllinni. Á nýársdag og 29. apríl,
sem er afmælisdagur hans er
hann hylltur af u. þ. b. 50.000 manns
sem safnast saman í hallargarð-
inum. Þegar haustar og vorar klæð-
ist keisarinn bændafötum og hefur
að gamalli hefð upp-
W$0**** skeru eða sáningarstörfin
með því að slá eða gróðursetja
nokkrar hrísplöntur.
Starfsmenn á vegum stjórnarinn-
ar hafa ekki aðeins eftirlit með
áætlunum og fundum keisarans,
heldur einnig bílkostnaði og ann-
arri einkaeyðslu. (Eignir keisarans,
kringum 630 milljónir króna, voru
gerðar upptækar í stríðslok. Samt
fær hann allrífleg árslaun eða u.þ.b.
tólf milljónir króna, sem teknar
eru af þessari upphæð).
1963 hófst bygging nýrrar hallar
í stað gömlu keisarahallarinnar, sem
eyðilagðist í styrjöldinni. Á hún
að vera tilbúin í haust. Höllin er
ein þeirra fáu konunglegu bygg-
inga, sem reistar hafa verið nú á
20. öldinni og sú langdýrasta.
Höllin þekur meira en þrjár ekr-
ur og kostar um 1900 milljónir
króna. Hún er byggð úr steinsteypu.
Byggingarstíllinn er sambland af
forn-japönskum og nútíma bygg-
ingarstíl. Þegar fyrst var farið að
hugsa fyrir höllinni á árinu 1954,
var keisarinn mótfallinn byggingu
hennar og sagðist ekki vilja, að
höllin væri reist meðan þegnar
hans byggju enn við húsnæðisskort
af völdum styrjaldarinnar. Að lok-
67