Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 76
74
TJRVAL
lífsreynslu og skilning. Smám sam-
an breyttust lærisveinarnir í hina
sönnu postula (orðið postuli er
dregið af gríska orðinu apostolos,
sem þýðir sendiboði), sem útbreiddu
kenningar Jesú eftir dauða hans.
EINN YKKAR ER SVIKARI.
Þó að lærisveinarnir væru ávallt
í nánu sambandi við meistarann,
Sí. Sír.ion eftir Rembrandt.
skildu þeir aldrei fyllilega ætlunar-
verk hans. Eitt sinn, er þeir báðu
hann að útskýra dæmisögu, and-
varpar hann og segir: „Þekkið þið
ekki þessa dæmisögu? Hvernig get-
ið þið þá vænzt þess að skilja raun-
verulegt gildi dæmisagnanna." Þeg-
ar Filippus bað Krist um teikn til
styrktar trú sinni, svaraði hann
sorgmæddur. „Lengi hef ég verið
meðal ykkar, en samt þekkir þú
mig ekki, Filippus.“
Þess ber að minnast, að lærisvein-
arnir voru aldir upp í hinni gömlu
gyðinglegu trú um komu Messíasar.
Kúgaðir af rómverska keisaradæm-
inu sáu þeir í Kristi konunginn, er
leysti þá úr ánauð erlendra yfir-
boðara. En að Messías bjargaði
heiminum með smánarlegum
dauðdaga, hvarflaði ekki að þeim.
Þegar hann, heldur innreið sína í
Jerúsalem við mikinn fögnuð borg-
arbúa, gleðjast lærisveinarnir, en
af rangri ástæðu. Jóhannes segir
vandræðalega, að lærisveinarnir
hafi misskilið tilefni fagnaðarlát-
anna.
Eftir því sem leið á starfsævi
Jesú, urðu árekstrar tíðari milii
hans og Faríesanna. Hann hafði var-
að lærisveinana við og sagt: „Vegna
mín mun ykkur verða úthúðað og
þið ofsóttir. Vissulega munið þið
drekka af sama bikar og ég.“ Nú
kom að því að Jesú gaf í skyn,
hvernig rás atburðanna yrði. Hann
segir við lærisveinana þeim til mik-
illar furðu: „Hef ég ekki valið ykk-
ur alla tólf, en samt mun einn
ykkar svíkja mig.“
Upp frá þessu má finna í guð-
spjöllunum viðvaranir um, að Jesú
verði ef til vill svikinn, og að lok-
um kemur í ljós að Júdas er svik-
arinn. f Biblíunni segir, að Júdas
hafi verið fjárhaldsmaður hópsins.
Á hann að hafa spurt prestana:
„Hvað viljið þið greiða mér, ef
ég bendi ykkur á hann?“ En ef
Júdas sveik Jesú vegna fjár, voru
30 silfurpeningar þá ekki furðu lít-
il upphæð? Voru þeir kannski að-
eins brot stærri upphæðar?