Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 77
KRAFTAVERKIÐ UM MENNINA TÓLF
75
St. Bartlwlómeus eftir RembrancU.
FAGNAÐARERINDIÐ SKAL
ÚTBREIÐA UM ALLAN HEIM.
„Minn tími er kominn,“ segir Jesú.
Skilnaðarstundin er í nánd og
kvöldmáltíðarinnar neytt. En þeir
hafa lokið máltíðinni, þvær Krist-
ur, fullur auðmýktar, fætur læri-
sveinanna. Að því loknu segir hann
sorgmæddur en rólegur: „Einn ykk-
ar mun svíkja mig.“ Mikill .kurr
greip þá um sig meðal lærisvein-
anna. En er þeir hafa jafnað sig,
er Júdas horfinn.
í Jóhannesar guðspjalli er bæn,
sem Kristur bað fyrir öllum, er
trúir reynast Föðurnum. í Nýja
testamentinu er að finna jafnfagra
lýsingu á þeim mikla kærleika, sem
Kristur bar í brjósti til mannanna.
Næst sjáum við Krist fyrir okk-
ur, haldinn efa og kvíða, eins og
dauðadæmdur maður. Hann er einn
og yfirgefinn, og þjáningar og dauði
bíða hans. Jafnvel lærisveinarnir,
sem hann hafði tekið með sér út
í grasgarðinn sér til styrktar, bregð-
ast honum og sofna. Og skömmu
síðar neitar Pétur að hafa nokkru
sinni þekkt hann. Þar með virðist
einmanaleiki Krists algjör.
Kristur elskaði lærisveinana til
hinztu stundar, og sagan segir, að
er hann beið dauðans á krossinum,
hafi kærleikur hans verið endur-
goldinn. Jóhannes er kominn. Hann
biður hinn hugrakka, unga læri-
svein að sjá um móður sína, Maríu,
og virða hana sem sína eigin móð-
ur. Lærisveinninn hefur sameinazt
fjölskyldu Krists.
Ellefu sauðir án hirðis. Hvað
verður um þá? Postulasagan segir,
að eftir himnaför Jesú hafi læri-
sveinarnir fundið tólfta manninn í
stað Júdasar. Var það Matthías.
St. Jóhannes eftir Durer.