Úrval - 01.03.1968, Side 88

Úrval - 01.03.1968, Side 88
86 URVAL ið frá móðurætt sinni. Þessi orrusta hans við yfirvöldin átti eftir að vara ævilangt og gekk á ýmsu. Ým- ist var hann heiðraður, eða niður- Iægður og rekinn í útlegð, og ævin- lega fyrir að hafa móðgað, kónginn eða kirkjuna eða þjóðfélagið al- mennt. Gott dæmi um þetta, hvem- ig skiptist á skin og skúrir hjá Vol- taire í sambúð hans við samfélag sitt eru samskipti þeirra Friðriks mikia Prússakonungs, en þeir voru fyrst óaðskiljanlegir vinir en síðar ódauðlegir fjandmenn. Útlegðar- tímabil hans voru ævinlega stutt og síður en svo að hann byggi þá við skarðan kost. Hann hafði strax í æsku mikinn áhuga fyrir pening- um og með margs konar fjármála- viðskiptum tókst honum að ávaxta þá og átti jafnan nóg af þeim, og ávallt átti hann einhverja vini og verndara. Hann hélt sjaldan kyrru fyrir lengi í sama stað, fyrr en und- ir lokin að hann kom úr útlegð til Parísar og bjó þar til æviloka 1778, og Lúðvík XVI amaðist ekki við honum. Hann hefur byrjað í æsku að safna til þessa rits síns Öld Lúð- víks XIV, en hann hóf ekki að skrifa bókina fyrr en á árunum milli 1743 til 1746 og ritið kom ekki út í París. Þetta er því ekki neitt æskuverk, heldur skrifað af honum sem fullorðnum manni og eftir að hann hafði dvalið á Englandi, á ár- unum 1726 til 1729, en á þeim tíma þroskaðist Voltaire mikið í allri hugsun. Hann var orðinn vel þekkt- ur í Frakklandi, sem glæsilegur teikritahöfundur og stjórnmála- skáld, áður en hann fór í þessa för sína til Bretlands, en hann kom frá Englandi aftur miklu vitrari og miklu ríkari. Hann eignaðist vini í London á borð við Congreve, Pope, Bolingbroke og Walpólana, og hann elskaði alla tíð England eftir þessa dvöl sína, vegna þess að þar sagði hann að ríkti umburðarlyndi, frjáls hugsun og það land væri land „raunverulegs frjálsræðis." í Englandi skrifaði hann sögu sína af Karli XII Svíakonungi, og hún var síðan prentuð með leynd í Frakklandi. Meginkostur ritsins Öld Lúðvíks XIV er í raun og veru sá, að bókin er aldarspegill, og ekki aðeins stjórnmálasaga lífguð upp með skemmtilegum smásögum. Voltaire skrifar: hér á ekki aðeins að segja sögu Lúðvíks XIV, heldur höfum vér meira í hyggju. Vér viljum leit- ast við að varðveita fyrir eftirkom- enduma, ekki aðeins það, sem einn maður hafðist að um dagana, held- ur hugsun og hegðan þeirra manna, sem lifðu á þessum upplýstasta tíma, sem heimurinn veit nokkur dæmi um.“ Voltair taldi, að um þrjú önnur slík glæsitímabil væri að ræða — tíma Periklesar, þegar aþenska menningin stóð á hátindi sínum, tíma Ceasars og Agústusar — ítalska endurreisnartímann. Honum fannst tími Lúðvíks XIV vera sá tíminn sem stórkostlegastur væri, vegna þess að Frakkland gæfi öllum heim- inum fyrirmynd í almennri menn- ingu og skipulagi, samfara mikilli og frjórri sköpun í listum og vís- indum. ,,í níu hundruð ár hefur afburða-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.