Úrval - 01.03.1968, Síða 89
ÖLD LÚÐVÍKS FJÓRTÁNDA
87
mönnum Frakklands verið haldið í
spennitreyju gotneskra stjórnar-
valda. Frakkar voru sundraðir og
í sífelldum borgarastyrjöldum, og
áttu sé engin lög né siði, tignar-
mennirnir agalausir og kunnu ekki
til annars en berjast en milli þess
lágu þeir í leti; kirkjuyfirvöldin
fávís og stjórnlaus, og enginn iðn-
aður var í landinu handa almenn-
ingi að vinna við og hann var sokk-
inn í deyfð. Ef það á að forðast alla
þessa vankanta, ef rikið á að vera
öflugt, ef listir og vísindi eiga að
blómstra, þá verður fólkið að njóta
frelsis, sem byggist á lögum, eða þá
að ríkið verður að vera svo öflugt
að engin mótstaða komi til greina.“
Þetta voru þau atriði, sem Volta-
ire taldi alltaf vera fyrir öllu öðru.
Hann gladdist yfir því að undir
Lúðvík XIV hefði frönsk menning
með kvennadyngjumar, bygging-
amar, mannasiðina, listirnar og þá
einkum bókmenntirnar, og hernað-
arlistina — orðið sú fyrirmynd
Evrópu, sem öll álfan fyigdi. Vol-
taire tók alla tíð enskt stjómarfar
fram yfir einveldið, en það gat ekki
farið framhjá honum sem sagna-
ritara sú staðreynd, að þegar Lúð-
vik XIV fór að stjórna Frakklandi
sjálfur, þá hóf hann skipulag og
einfaldleika til vegs, en Lúðvík var
eins og kunnugt er lengst af í skugga
Mazarins kardínála eins og fyrir-
rennari hans, Lúðvík XIII, hafði
stjórnað í skugga Richelieu.
Það er erfitt að sanna, hvern þátt
stjórn Lúðvíks átti í því að bók-
menntajöfrar komu fram á þessu
tímaskeiði. Það er vitað, að Lúð-
vík XIV, þessi maður, sem þjóðin
hafði svo lengi beðið eftir, var
smekkvís og studdi við bakið á höf-
unum eins og Racine og Moliere,
þrátt fyrir að þeir áttu sér öfluga
óvini. Það hefur sjálfsagt ekki haft
svo lítið að segja, að hirðin hnapp-
aðist öll saman í Versölum á dög-
um Lúðvíks XIV. Þar fengu lista-
menn áhugasaman og gagnrýninn
hóp tiginna manna og hefur þetta
alveg vafalaust örvað hvers konar
listir. Þó að menn geti efazt um,
hver áhrif í raun og veru stjórn
Lúðvíks XIV hefur haft á listir,
leikur enginn vafi á því, að þetta
tímabil var furðulega auðugt af af-
burðamönnum. Þó ekki sé rætt
nema um bókmenntimar og ekki
nefnd nema frægustu nöfnin á því
sviði í hinni löngu stjórnartíð Lúð-
víks XIV er listinn ótrúiega langur:
Pascal, Corneille, Madame de Laf-
ayette, La Rochefoucauld, Boileau,
Bossuet, Moliere, Racine, La Fon-
taine, La Bruyere og Saint Simon.
„Náttúran lagðist til hvíldar, þegar
sól Lúðvíks XIV gekk til viðar og
hætti að framleiða afburðamenn,“
segir Voltaire og sendir þama sam-
tíma höfundum sínum sneið, en
þeir þóttust margir vera liðtækir,
eins og Jean-Jacques Rousseau, og
vildi ekki teljast að baki gullaldar-
mönnunum.
Bók Voltaire er svo hlaðin smá-
sögum, að helzt væri hægt að
ímynda sér að hún væri rituð af
samtímamanni Lúðvíks XIV. Nokkr-
ar þessara smásagna eða smámynda
bera einkenni höfundar síns greini-
lega og eru ekki algerlega mein-
laus skeyti, en þetta eru ævinlega
líflegar sögur. James II hafði orðið