Úrval - 01.03.1968, Síða 89

Úrval - 01.03.1968, Síða 89
ÖLD LÚÐVÍKS FJÓRTÁNDA 87 mönnum Frakklands verið haldið í spennitreyju gotneskra stjórnar- valda. Frakkar voru sundraðir og í sífelldum borgarastyrjöldum, og áttu sé engin lög né siði, tignar- mennirnir agalausir og kunnu ekki til annars en berjast en milli þess lágu þeir í leti; kirkjuyfirvöldin fávís og stjórnlaus, og enginn iðn- aður var í landinu handa almenn- ingi að vinna við og hann var sokk- inn í deyfð. Ef það á að forðast alla þessa vankanta, ef rikið á að vera öflugt, ef listir og vísindi eiga að blómstra, þá verður fólkið að njóta frelsis, sem byggist á lögum, eða þá að ríkið verður að vera svo öflugt að engin mótstaða komi til greina.“ Þetta voru þau atriði, sem Volta- ire taldi alltaf vera fyrir öllu öðru. Hann gladdist yfir því að undir Lúðvík XIV hefði frönsk menning með kvennadyngjumar, bygging- amar, mannasiðina, listirnar og þá einkum bókmenntirnar, og hernað- arlistina — orðið sú fyrirmynd Evrópu, sem öll álfan fyigdi. Vol- taire tók alla tíð enskt stjómarfar fram yfir einveldið, en það gat ekki farið framhjá honum sem sagna- ritara sú staðreynd, að þegar Lúð- vik XIV fór að stjórna Frakklandi sjálfur, þá hóf hann skipulag og einfaldleika til vegs, en Lúðvík var eins og kunnugt er lengst af í skugga Mazarins kardínála eins og fyrir- rennari hans, Lúðvík XIII, hafði stjórnað í skugga Richelieu. Það er erfitt að sanna, hvern þátt stjórn Lúðvíks átti í því að bók- menntajöfrar komu fram á þessu tímaskeiði. Það er vitað, að Lúð- vík XIV, þessi maður, sem þjóðin hafði svo lengi beðið eftir, var smekkvís og studdi við bakið á höf- unum eins og Racine og Moliere, þrátt fyrir að þeir áttu sér öfluga óvini. Það hefur sjálfsagt ekki haft svo lítið að segja, að hirðin hnapp- aðist öll saman í Versölum á dög- um Lúðvíks XIV. Þar fengu lista- menn áhugasaman og gagnrýninn hóp tiginna manna og hefur þetta alveg vafalaust örvað hvers konar listir. Þó að menn geti efazt um, hver áhrif í raun og veru stjórn Lúðvíks XIV hefur haft á listir, leikur enginn vafi á því, að þetta tímabil var furðulega auðugt af af- burðamönnum. Þó ekki sé rætt nema um bókmenntimar og ekki nefnd nema frægustu nöfnin á því sviði í hinni löngu stjórnartíð Lúð- víks XIV er listinn ótrúiega langur: Pascal, Corneille, Madame de Laf- ayette, La Rochefoucauld, Boileau, Bossuet, Moliere, Racine, La Fon- taine, La Bruyere og Saint Simon. „Náttúran lagðist til hvíldar, þegar sól Lúðvíks XIV gekk til viðar og hætti að framleiða afburðamenn,“ segir Voltaire og sendir þama sam- tíma höfundum sínum sneið, en þeir þóttust margir vera liðtækir, eins og Jean-Jacques Rousseau, og vildi ekki teljast að baki gullaldar- mönnunum. Bók Voltaire er svo hlaðin smá- sögum, að helzt væri hægt að ímynda sér að hún væri rituð af samtímamanni Lúðvíks XIV. Nokkr- ar þessara smásagna eða smámynda bera einkenni höfundar síns greini- lega og eru ekki algerlega mein- laus skeyti, en þetta eru ævinlega líflegar sögur. James II hafði orðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.