Úrval - 01.03.1968, Side 90
88
ÚRVAL
landflótta í heimalandi sínu 1688 og
leitaði hælis í Frakklandi. Lúðvík
XIV tók honum höfðinglega og
Voltaire segir um þetta:
,,Aldrei var Lúðvík eins stór né
James eins líti.ll. James naut einsk-
is álits, hvorki með hirðinni né al-
menningi. Hann umgekkst fáa nema
Jesúíta. Hann sagði þeim, að hann
væri sjálfur Jesúíti og það einkenni-
legasta við þá sögu var það, að hún
var sönn. Slík skítmennska í einum
prinsi samfara því, hvernig hann
hafði glutrað niður kórónu sinni
var ófyrirgefanleg í augum hirðar-
innar, og hirðmenn höfðu sér það
til skemmtunar að setja saman um
hann söngva. Hann hafði verið rek-
inn frá Englandi og síðan var hleg-
ið að honum í Frakklandi. Það
gagnaði honum ekkert að segjast
vera kaþólskur. Erkibiskupinn í
Reim lét hafa það eftir sér: . . .
Þarna gengur fífl, sem hefur tapað
þremur konungdæmum fyrir messu!
Róm skipti sér svo til ekkert af
honum nema senda honum endrum
og eins skemmtileg huggunarorð.
Trúarskoðanir James virtust ekki
veita honum hið minnsta brautar-
gengi. Það var athyglisverð sjón að
sjá James snerta hina sjúku í litla,
enska klaustrinu í París, af hvaða
ástæðum, sem hann hefur sett þá
athöfn á svið.“
Myndin af Madame de Maintenon,
síðar frillu Lúðvíks XIV, er ekki
eins frjálslega dregin. Madame de
Maintenon var guðhrædd kona og
mjög gáfuð, og hún varð reyndar
kona Lúðvíks að nafninu til, enda
þótt hún nyti engra réttinda drottn-
ingar og græddi lítið á hinni miklu
tignarstöðu sinni. Þegar leið að ævi-
lokum Lúðvíks varð hirðlífið í Ver-
sölum dauft. Konungurinn hafði
misst marga af eftirkomendum sín-
um úr sjúkdómum og spanska stríð-
ið gekk afleitlega. Voltaire lætur
þessa kuldalegu athugasemd varð-
andi Madame de Maintenon fljóta
með: „Madame de Mointenon, sem
hafði ekki annað fyrir stafni í líf-
inu en búa að hinum mikla kon-
ung, sagði einn daginn við bróður
sinn: — Ég þoli þetta ekki iengur.
Ég vildi ég væri dauð. —
Hann svaraði: — Jæja, hefur Guð
almáttugur heitið þér eiginorði?
Skoðanir Voltaires á þessum
tíma, sem hann vegsamar svo mjög,
eru í stórum dráttum þær sömu
eins og við höfum flest í dag. Við
lítum á ofsóknirnar gegn mótmæl-
endum eða Hugenottum, sem náðu
hámarki 1685, þegar þau réttindi
sem þeir höfðu öðlazt í Nantes
undir stjórn Hinriks IV voru af-
numin, sem hina örgustu villu, og
ekki sízt vegna þess, að franskir
mótmælendur höfðu misst alla
helstu forystumenn sína af aðlinum
á sextándu öldinni og voru orðnir
öndvegis franskir borgarar, iðnir og
löghlýðnir. Voltaire segir að Lúð-
vík XIV hafi látið tilleiðast að of-
sækja þá vegna þrálátra tilmæla og
ásóknar af klerkastéttinni, Jesúít-
um og Róm, sem Lúðvík vildi
ógjarnan styggja. Voltaire liggur
ekki á andúð sinni á stríði og allri
hernaðarstefnu, sem hann telur
mjög þýðingarlaust, hvorttveggja.
Orrusta Voltaire við kaþólsku
kirkjuna byggðist fyrst og fremst
á því, að kirkjan vildi ekki for-