Úrval - 01.03.1968, Page 91

Úrval - 01.03.1968, Page 91
ÖLD LÚÐVÍKS XIV. 89 dæma styrjaldir. Hann lýsti prest- um svo, að þeir væru mislukkaðir læknar sálarinnar, sem „tala lát- laust í fimm stundarfjórðunga um einskisverða hluti, en segja ekki orð um þá bölvun sem á okkur hvílir og rífur okkur í þúsund stykki. Heimsspekingar og siðapré- dikarar, brennið bækur ykkar . . . meðan það q(stand varir, a;ð ötl mannleg verðmæti, eins og mis- kunn, hjartahlýja, vizka og guð- hræðsla eru gerð að engu á andar- taki af nokkurra gramma blýkúlu og ég er drepinn um tvítugt og skil- inn eftir óbærilega þjáður innan um þúsundir annarra deyjandi í valn- um.“ Lúðvík XIV taldi að kóngi bæri að heyja stríð. Hann hafði nærri komið Frakklandi á kaldan klaka með styrjöldum þeim, sem hann leiddi þjóðina út í, enda þótt Vol- taire bendi réttilega á, að hann vann allar þessar styrjaldir nema spanska stríðið, og hann neyddist til að heyja það. Mynd Voltaires af Lúðvíki XIV er piece de resistance bókar hans. Allt frá lokum átjándu aldarinnar hafa fjölmargir sagn- fræðingar bæði franskir og erlend- ir ráðizt á Sólkonunginn, eins og hann var nefndur. Franski sagn- fræðingurinn Seignobos telur hann hafa verið mann margra góðra áforma en ekki gæddan miklum hæfileikum. Churchill, sagnfræðing- ur í leikmanns stétt, hataði hann, en maður Viktoriutímans John Ric- hard Green lýsti honum sem um- burðarlausum, þröngsýnum múga- manni, óseðjandi í hégómagirni sinni. Það er alls ekki óhugsandi, að Lúðvík XIV hefði verið fyrirlit- leg manngerð í augum Voltaires, ef hann hefði lifað á dögum Lúðvíks og verið einn af þegnum hans. En hvað, sem um það er, þá dró Vol- taire upp mynd af Lúðvíki XIV, sem er mjög sannfærandi og geð- felld. Algengasta ásökunin á hendur Lúðvík er sú að hann hafi verið fram úr hófi hégómagjarn. Það fer ekki á milli mála að konungurinn setti sig aldrei úr færi með að láta dýrð sína sjást og allt hans líf var ein allsherjar skrautsýning. En þó að þetta hafi máske gengið úr hófi, þá var þetta eitt af brögðunum til að fá fólk til að líta á konunginn sem guðlegan einvalda. Samfara þessari ást sinni á við- höfn, hataði Lúðvík XIV smjaður og honum féll vel að ræða við skyn- sama menn, og hirti þá ekki um þó að hann væri leiðréttur, og hann bjó yfir mikilli og aðdáunarverðri sjálfsstjórn; var ævinlega kurteis og alúðlegur bæði við karla og konur, hvort heldur þau voru af háu eða lágu standi. Þrátt fyrir hofmennsku hans, hinar mörgu friHur og ást hans á veiðimennsku lét hann starf- ið alltaf ganga fyrir leiknum. Vol- taire dáði Lúðvík fyrir það, að hann virtist konungur að atvinnu. Heil- brigð skynsemi hans réði því að hann valdi sér alltaf góða ráðgjafa. Enda þótt hann stjórnaði þeim rækilega og leyfði þeim aldrei að fyllast hroka, studdi hann þá og verndaði gegn öllum svikabrögðum. Lúðvík XIV, sem skrifaði, að hlut- verk konungsins væri stórfenglegt, göfugt og sætt, var maður að skapi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.