Úrval - 01.03.1968, Qupperneq 92
90
ÚRVAL
Voltaires. Voltaire gagnrýndi Lúð-
vík í rauninni ekki fyrir annað en
eyðslusemi, sérstaklega eyðsluna í
sambandi við Versalahöllina, og
fannst Voltaire að konungurinn
hefði heldur átt að eyða þeim f,iár-
munum á Louvre-höllina í París og
París yfirleitt. Hann skrifar um
Lúðvík: — Það verður Ijóst af því,
sem vér höfum skrifað, að í allan
máta elskaði þessi konungur það
sem stórkostlegt var og dýrðlegt.
Prins, sem gæti framkvæmt aila þá
stórkostlegu hluti, sem hann fram-
kvæmdi og samt verið einfaldur og
venjulegur í háttum sínum, yrði
auðvitað fremstur allra kónga, en
Lúðvík XIV yrði þá næstur hon-
um.“
Þetta er einföld grafskrift, og ein-
kennandi fyrir flesta dóma, sem
felldir eru í bókinni, sem þrátt fyrir
öll hliðarstökk og hleypidóma er
full af skynsamlegum ályktunum.
Sérhver maður þarfnast eiginkonu, vegna þess að það fer svo margt
úr lagi, sem hann getur alls ekki kennt ríkisstjórninni um.
„Nonni, hvers vegna ertu með bleika bót á bláu buxunum þínum?"
„Þetta er ekki bót, kennari, þetta er bara ég.“
Það voru alveg eins margir hirðulausir ökumenn fyrir 60 árum, en
hestarnir voru bara skynsamari.
Miður atdur .... það er sá tími lifsins, þegar þér finnst þú komast
vel áfram í lífinu, svo framarlega sem þú dregst ekki aftur úr.
Hver skyldi vera hamingjusamasti maðurinn núna? Ja, okkur dettur
helzt í hug grænmetisæta, sem stendur fyrir utan kjötbúð og skoðar
verðmiðana í glugganum.
Aulýsing i dagblaði i Cork í írlandi árið 1761.
11. júní, 1761: Þar sem það hefur verið auglýst í Pueblaði (Dublin)
i siðasta mánuði, að Luke Stritch, kaupmaður í borginni Cork, sé dauður,
lýsi ég, áðurnefndur Luke Stritch, því yfir, að ég er ekki dauður, og ber
fram þessa sönnun og vitnisburð um tilveru mína í kauphöllinni í Cork.
Viturt fólk trúir aðeins helmingnum af því, sem það heyrir. Vitrara
fólk veit, hvorum helmingnum það á að trúa.
Það er siður heimsins að lofa dauða dýrlinga og ofsækja þá lifandi.
Nathaniel Hone.