Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 93
Háþróaðar
lífverur
á
hnöttum
r
i
öðrum
sólkerfum
Viðtal við Sir BERNARD LOWELL, fram-
kvæmdastjóra Jodrell Bank stjörnuat-
hugunarstöðvarinnar.
Á öðrum hnöttum, utan
sólkerfis okkar, eru til
háþróaðar verur. Sum-
ar eru nokkrum hundr-
uðum árþúsunda á und-
an okkur, aðrar svo skiptir millj-
ónum ára.
En annarsstaðar er þróunin kom-
in skemmra en hér, og kunna þeir,
sem þar eru að standa á líku stigi
og forfeður okkar, sem meira líkt-
ust öpum en mönnum. En svo munu
vera til þeir hnettir, þar sem við-
búið er gereyðingu, svo sem hér
gæti orðið af völdum vetnissprengj-
unnar og annarra voðavopna.
Svo mælir sir Bernard Lovell,
framkvæmdastjóri Jodrell Bank-
stjörnuathuganastöðvar, í viðtali.
— Ég efast ekki um þetta, sem
ég var að segja, er satt og rétt,
sagði hann við mig. Ég veit að
margir af fremstu vísindamönnum
víða um heim hafa komizt á sömu
skoðun á síðustu árum. Þeir eru
sannfærðir um að til séu víða í
alheimi vorum miklu fremri þjóð-
ir en nokkrar sem þessa jörð byggja
— og enn aðrar, sem standa okkur
langt að baki.
Við sitjum saman í vistlegum
gestasal á heimili hans í grennd
við Jodrell Bank-stofnunina, þar
sem hin risavaxna útvarps-stjörnu-
sjá bendir til himins.
Hann mælir af mikilli rósemi,
þessi ágæti vísindamaður, er hann
gerir grein fyrir því hvernig hann
komst á þessa stór-nýstárlegu skoð-
un.
— Ég held að ekki muni líða
nema nokkrir mánuðir þangað til
við fáum skýrt skorið úr þessu efni
Politiken
91