Úrval - 01.03.1968, Side 99
FISKIMANNA ÞJÓÐIN
97
drei út kútnum, hinir ríku urðu vell-
auðugir. Hinir síðartöldu bjuggu sér
í borg, sem kalJaðist Sankti Jóhann-
esarborg, og var hin eina sem borg-
arnafni mátti nefnast. Allt fram að
miðri þessari öid voru þar fleiri
auðkýfingar að meðaltali en í nokk-
urri annarri borg í Norður-Ameríku.
HUN GURSNEYÐIN.
En allur þorri almennings var
sárfátækur. Svo sagði mér einn
þorpsbúinn: „Á þriðja tug aldarinn-
ar, „í hallærinu" sem við svo köll-
uðum, hættu kaupmennirnir að lána,
og fólkið varð bjargarlaust. Fiski-
markaðurinn var yfirfullur. Enginn
kaupandi fékkst. Fólkið horféll í
þorpunum. Enginn veit hve mörg
börn dóu, en margir fullorðnir féllu
úr hor og hungri.“
„Stjórnin úthlutaði styrk til fá-
tæklinga, svo sem cent á dag og fyrir
þetta mátti kaupa mjöl, sem oftast
var maðkað og myglað. Fjölskylda
mín var skár stæð en flestir aðrir,
og oft komu gestir að dyrum okkar
í von um að þeim yrði boðinn mat-
ur. Ég man það enn hvernig þeir
lyktuðu. „Svona lyktar fátæktin,"
sagði móðir mín. „Mundu það.“
Svona stóðu sakir þangað til ár-
ið 1949, en það ár varð Nýfundna-
land fylki í Kanada. Ríku kaup-
mennirnir börðust ákaft gegn þess-
ari sameiningu. Þeir vildu enga
breytingu hafa. En þeir fengu ekki
að ráða.
Og svo gerðist það einn dag í
apríl 1949 að Nýfundnaland var ekki
lengur elzta nýlenda í Norður-Am-
eríku, heldur hin yngsta af hinum
tíu fylkjum Kanada. Og við þetta
varð sú breyting á, sem aldrei fyrr
hafði orðið slík, hún kom hávaða-
laust, eins og flest það sem horfir
til bóta, og henni fylgdi það sem
mest var þörfin á; fjölskyldubætur,
barnalífeyrir, því hærri sem ómegð-
in var meiri.
Þessar umbætur fengu því valdið,
sem kaupmönnum hafði tekizt að
sporna við í margar aldir. Fólkið
fékk peninga í hendur, og um leið
var ánauð þess lokið. Það var eins
og ný öld væri runnin upp. Ná-
grannar mínir í Burgeo, þar sem
ég á heima núna, þreytast aldrei á
að minnast þessarar gagngeru breyt-
ingar.
„Áður en konan mín fékk fyrstu
fjölskyldubæturnar," sagði einn af
þeim við mig, „hafði enginn í fjöl-
skyldu okkar séð fimm dollaraseðil.
Við þóttumst góð ef við sáum fimm
dollara á ári. Allt sem við gátum
selt, eða á einhvern hátt við okkur
losað, fór til kaupmannsins, og allt
sem við keyptum, var frá honum.
Hann átti okkur sko með húð og
hári.“
Nú eru 19 ár liðin síðan Nýfundna-
land varð fylki í Kanada, og deyr
nú enginn framar úr sulti, ekki
heldur börnin. Fáir deyja nú vegna
skorts á læknishjálp. Og nú á hvert
barn kost á skólagöngu, í fyrsta sinn
í sögu þessarar eyjar. Þeir sem áttu
allt sitt undir líkamshreysti sinni
og þolgæðum, eiga nú heimtingu á
atvinnuleysisstyrk, sjúkrastyrk, ör-
orkubótum, og konurnar á barnalíf-
eyri. Gamla fólkið, sem áður varð
að draga fram lífið á h. u. b. 50
pundum (enskum) á ári, fær nú
svo ríflega styrki, að það veit varla