Úrval - 01.03.1968, Page 107
í 31 ár hefur Queen Mary
farið 1001 áætlunarferð
yfir Atlanzhafið
og verið sem fljótandi höll
fyrir auðmenn og frœgt fólk.
En nú liefur skipinu verið lagt
og hinir glöðu dagar um borð
verða minningin ein.
New York Times Magazine
Drottning
hafsins
kveður
Eftir J. A. MAXTONE GRAHAM.
SSíðan Queen Mary fór
sína fyrstu ferð, hefur
hún verið alþjóðlegt
tákn um glæsileg, í-
burðamikil og tignarleg
ferðalög. „Að ferðast með henni er
líkt því að vakna að morgni dags
og uppgötva, að maður er orðinn
aðalsmaður,“ er haft eftir einum
farþeganum.
Á fyrstu árunum sem skipið fór
í fastar áætlunarferðir yfir Atlants-
hafið var varla til sú persóna, sem
eitthvað barst á, er ekki fékk sér
far með skipinu. Þar var Greta
Garbo, sem fór frá borði, dulbúin
104
eins og þerna, til að losna frá frétta-
mönnum, þar hitti Henry Ford
yngri tilvonandi konu sína, og þar
sagði sósíalistinn Ernest Bevin
hlakkandi þegar hann kom í fyrsta
skipti inn í hina íburðarmiklu ká-
etu sína. „Hvað ætli gömlu öreig-
arnir segðu, ef þeir sæju mig núna?“
í lok september 1967 fór Mary
1001. og þar með síðustu áætlunar-
ferðina yfir Atlantshafið. Þar næst
var henni lagt fyrir utan Long
Beach í Kaliforníu og gerð að fljót-
andi hóteli og sjávardýrasafni.
Á þeim 33 árum, sem Mary var
í notkun fór gagnsemi hennar langt
fram úr vonum eigendanna, Cun-
ard skipafélagsins. „Hún er skip
friðarins", sagði Sir Percy Bates
stjórnarformaður skipafélagsins. Þá
var hún notuð sem spítali, til
flutninga á hermönnum og ferða-
laga með enska herforingjaráðið.
Vegalengdin sem skipið sigldi, nam
3.807.277 sjómílum. Þá flutti það
2.114.000 farþega og tæplega
1.000.000 hermenn. Hitler bauð fram
250.000 dollara og Járnkrossinn að
auki handa þeim, er sökktu skip-
inu. Það var víst engin furða, því
að sagt var, að Mary hafi stytt
styrjöldina um heilt ár.
105