Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 108

Úrval - 01.03.1968, Blaðsíða 108
106 Mary var síðasta þriggja reyk- háfa farþegaskipið. Það var 1019 fet og 6 þuml. á lengd, og 100 fet- um lengri en stór íbúðasamstæða. Þar sem skipið var 81.237 tonn þurfti að byggja fyrir það nýja bryggju í New York og þurrkví í Southamp- ton. Til að rata um skipið þurftu far- þegar að nota leiðarvísi. Þar voru 38 setustofur, 13 barir, og einn mat- salurinn var hálf ekra að stærð. Um borð í Mary voru að jafnaði á fjórða þúsund manns. Til að full- nægja þörfum þeirra voru 600 sím- ar, tvær útvarpsstöðvar, 378 bruna- hanar og tvær sterkar rafstöðvar. Meðan á sjóferðinni stendur eru farþegarnir vaktir á morgnana af þjóni eða þernu, sem færir þeim rjúkandi te í rúmið. Hægt er að velja um 30 tegundir morgunverð- ar. Þá er gefið út dagblað um borð. Nefnist það Ocean Times. Einnig eru til sölu happdrættismiðar og er hæsti vinningur rúmar 200.000 krónur. Enn fremur eru sundlaugar, verzlanir og notalegar setustofur handa farþegunum. Farþegar geta iðkað íþróttir í íþróttasölum skipsins eða horft á ýmsar kvikmyndir. Klukkan 4.30 er tedrykkja og kvöldverður kl. 7. Að kvöldverði loknum geta yngri far- þegar sótt næturklúbbinn meðan hinir eldri spila bridge eða bingó, þar til gengið er til náða. Skipshöfnin er um 1300 manns. Þar eru 12 loftskeytamenn, 20 hljómsveitarmenn, tveir skurðlækn- ar, garðyrkjumaður, sem gætir blómanna er skipta þúsundum, 204 veitingaþjónar, sex rakarar og ÚRVAL tyrkneskur baðþjónn. í vélarrúm- inu einu vinna 254 menn. Byrjað var að leggja drög að smíði Queen Mary árið 1930 í John Brown skipasmíðastöðinni í Glas- gow, og dag einn í september 1934 var skipinu hleypt af stokkunum að viðstöddum konunginum og 200.000 áhorfendum. 20 mánuðum síðar var skipið tilbúið að leggja upp í fyrstu áætlunarferðina yfir Atlantshafið. í fyrstu ferð skipsins ákvað skip- stjórinn, Sir Edgar Britten að reyna ekki að setja hraðamet í sigling- unni yfir hafið. Þrátt fyrir það var Mary aðeins 42 mínútum lengur en gildandi hraðamet franska skips- ins Normandie. Mary lagðist að nýrri bryggju við 50. stræti og var fagnað geysi- lega. Skömmu áður höfðu þrjár flugvélar flogið yfir skipið og látið blómum rigna yfir það, og á skemmtiskipi þar skammt frá léku 15 ungar konur, klæddar riddara- búningum þjóðsöng Breta á trom- peta. Á hafnargarðinum höfðu safn- azt saman 10.000 manns til að fagna skipinu. Tveimur mánuðum síðar setti Mary hraðamet, sigldi yfir hafið á þremur sólarhringum, 23 klukku- stundum og 57 mínútum. Ári síðar setti svo Normandie nýtt hraðamet, og þannig héldu skipin áfram að bæta metin til skiptis um eina og eina mínútu. Þegar styrjöldin hófst 3. september 1939 átti Mary metið. Þrír sólarhringar 20 klukkustundir og 42 mínútur. Þennan vetur lá skipið við fest- ar, undir ströngu eftirliti, í New
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.