Úrval - 01.03.1968, Page 110
Snillingurinn
óviðjafnanlegi
Eftir THOMAS CRAVEN.
Hann var cláður af samtíð
sinni, umfram flesta eða alla
listamenn aðra, enda felast
í málverkum hans þeir töfrar,
tign og fegurð, sem engum
öðrum liefur tekist að ná,
né komast fram úr.
Sjálfsmynd.
Þegar Rafael Santi dó í
blóma aldurs síns, þrjá-
tíu og sjö ára, horfði
við honum, þar sem
hann lá á líkbörunum,
ófullgert málverk: Ummyndunin.
Fram hjá iíkbörum hans í vinnu-
stofunni dreif fjölda fólks, sem ósk-
aði að sjá „snillinginn óviðjafnan-
lega“, í síðasta sinn, þennan ástmög
landa sinna, sem þeir tignuðu sem
konung eða æðri veru.
Þetta dálæti hefur aldrei þorrið í
þær fjórar aldir, sem síðan eru liðn-
ar. Frægastar eru Maríumyndir
hans ásamt Ummynduninni, en hon-
um væri gert rangt til ef sagt væri,
að frægð sína eigi hann eingöngu
að þakka þeirri sætlegu fegurð og
birtu, sem í myndunum felst, og
fyrst og fremst höfði til múgsins.
Á öllum þessum öldum hafa lista-
menn og listunnendur virt vand-
lega fyrir sér myndir hans. Og hvort
sem reynt hefur verið að skoða
þær frá sjónarmiði skynsemi eða
tilfinninga, hafa allir orðið á eitt
sáttir: slíkum þokka, tign og ró,
108
Readers Digest