Úrval - 01.03.1968, Page 115
en þú
heldur
I daglegu lífi okkar tökum við
fjölmargar ákvarðanir sem
grundvallast á eðlislcegu,
skynsamlegu mati okkar á
líkunum. Oftast er mat þetta
jremur áireiðanlegt. En sarnt
hafa óvenjulegar aðstœður>
þar sem hinar raunverulegu
líkur eru furðulega ólíkar því,
sem við búumst við,
að þœr séu.
Eftir MARTIN GARDNER.
Fyrir 300 árum spurði
fjárhættuspilari nokkur
franska stærðfræðing-
inn og heimspekinginn
Blaise Pascal að því,
hvernig reikna skyldi út möguleika
fyrir því, hvaða hlið teningsins
kæmi upp í vissu teningskasti. Svör
Pascals voru í rauninni upphaf
kenningar þeirrar, sem nefnd hef-
ur verið „líkakenningin“ og er nú
einn sá þáttur stærðfræðinnar, sem
er í örastri þróun. Eðlisfræðingar
styðjast við kenningu þessa til þess
að reikna út líklega braut ,,neu-
tronu“ í þungu vatni. Erfðafræð-
ingar nota hana í viðleitni sinni til
þess að ákvarða líkurnar fyrir því,
hvort einhver tiltekin hjón muni
eignast bláeygð börn. Og margir
aðrir notfæra sér kenningu þessa,
bæði kaupsýslumenn, hagfræðingar,
stjórnmálamenn. og herforingjar.
Það er erfitt að finna starfsgrein,
Denver Post
113