Úrval - 01.03.1968, Side 116
114
ÚRVAL
þar sem væri ekki unnt að notfæra
sér líkukenninguna.
í daglegu lífi okkar tökum við
fjölmargar ákvarðanir, sem grund-
vallast á eðlislægu, skynsamlegu
mati okkar á líkunum. Oftast er
mat þetta fremur áreiðanlegt. En
samt hafa sérfræðingar rekizt á
alls konar óvenjulegar aðstæður,
þar sem hinar raunverulegu líkur
eru furðulega ólíkar því, sem við
búumst við, að þær séu.
Eðlisfræðingurinn George Gamow
vann eitt sinn í sjö hæða byggingu
og varð oft að fara frá skrifstofu
sinni á annarri hæð upp í skrif-
stofu á þeirri sjöttu. Þegar hann
þurfti að taka lyftuna upp, þá virt-
ist fyrsta lyftan, sem kom, næstum
alltaf vera að fara í öfuga átt, þ. e.
niður, af einhverri furðulegri á-
stæðu. „Þeir hljóta að vera að búa
til nýja lyftuvagna uppi á þaki og
senda þá niður í kjallara til
geymslu.“ sagði hann bara. Hann
botnaði ekkert í þessum ósköpum.
En þá tók hann eftir því, að þegar
hann ætlaði að taka lyftu niður frá
sjöttu hæð, þá var fyrsti lyftuvagn-
inn, sem stanzaði þar, næstrun því
alltaf á leiðinni upp! Gamow kom
því fram með n^ga kenningu: það
var verið að smíða lyftuvagna í
kjallaranum og senda þá upp á þak,
en þaðan var svo flogið með þá
eitthvað í burt í þyrlum, sem lentu
á þakinu.
Útskýring þessa fyrirbrigðis er
einföld. Ef þú bíður á einhverri af
neðstu hæðunum á hárri byggingu,
eru miklar líkur fyrir því, að flest-
ir lyftuvagnarnir séu einhvers stað-
ar fyrir ofan þig. Þess vegna eru
miklar líkur fyrir því, að fyrsti
lyftuvagninn, sem kemur, sé á leið-
inni niður. Og sértu staddur á ein-
hverri af efstu hæðunum, eru mikl-
ar líkur fyrir því, að flestir lyftu-
vagnarnir séu einhvers staðar fyrir
neðan þig, svo að fyrsti lyftuvagn-
inn, sem stanzar, er að öllum lík-
indum á leið upp. Fólki finnst alveg
ósjálfrátt, að það skipti engu máli,
á hvaða hæð það sé statt, því að
það séu jafnar líkur fyrir því, að
lyftuvagninn, sem stanzar, sé á leið-
inni upp og að hann sé á leiðinni
niður. En þessu er alls ekki þannig
farið.
Stundum er erfitt að trúa niður-
stöðum líkaútreikninga. Fólki geng-
ur til dæmis alveg sérstaklega illa
að trúa niðurstöðum líkaútreikn-
inga þeirra, sem stærðfræðingarnir
kalla „afmælisdagamótsögnina“. Við
skulum hugsa okkur, að þú sért í
veizlu, þar sem staddir eru 23 gest-
ir. Hveriar eru líkurnar fyrir því,
að tveir (tvær, tvö) ykkar séu fædd-
ir sama dag sama mánaðar? Ósjálf-
rátt mun þér finnast, að líkurnar