Úrval - 01.03.1968, Síða 122

Úrval - 01.03.1968, Síða 122
120 ÚRVAL anna. Bradley gekk ekki á bak orða sinna, heldur hvatti hann með ráð- um og dáð, sagði honum hvað hann ætti að lesa, og hvernig haga skyldi lestrinum; lesa hratt, einbeita sér. Og ekki var Hayward fyrr kominn í undirbúningsdeild skólans, en við- horf hans til bóka gerbreyttist, bæk- ur, sem hann hafði alla ævi fráfælzt og forðazt, urðu honum nú dýrmæt- ari en allt sem dýrmætt var, því honum þótti sem þær hlytu að vera lykill að framgangi sínum ef nokk- ur yrði. Honum gekk vel að tileinka sér það sem í þeim stóð. Þar lærði hann bókstafareikning, flatarmáls. fræði, sögu, eðlisfræði, lærði það ekki með hægð og gát, heldur gleypti það í sig. Þetta varð honum sem opinberun. Og þegar undirbúnings- árið var á enda, voru 19 menn vald- ir úr þeim 100, sem þátt tóku í keppninni, og meðal þeirra var Hay- ward. 13. júlí 1926 var Heyward tekinn í tölu nemendanna í sjóliðs- foringjaskóla Bandaríkjanna. Oft hefur sú saga verið sögð og endursögð, hve fljótt og vel þessi magri unglingur vann sér traust og hylli samfélaga sinna. Meðal þess sem honum var sagt að gera, var að fleygja blautri ávaxtaköku fram- an í einn af hinum eldri sjóliðsfor- ingjaefnum í mötuneytinu, og þótti honum nú úr vöndu að ráða, illt að neita, því þá átti hann yfir höfði sér óvild félaga sinna, enn verra að hlýðnast og hitta. Heyward sýndi þá hve eldfljótur hann gat verið að átta sig, en einmitt það fékk því valdið síðar að yfirmenn hans treystu honum fyrir hinum vanda- sömustu verkum, sem skjót ráð þurfti við. Hann ákvað að kasta kökunni en hæfa ekki. Og svo kastaði hann. Hvað kom fyrir? Einmitt í sama bili var einn hinna allra óvinsæl- ustu af yfirmönnunum að opna dyrnar. Kakan lenti beint fram- an í honum, og varð hann ókvæða við. Hayward þverneitaði að segja eft- ir félögum sínum, hverju sem hót- að var, og hvernig sem ásakanirnar hljóðuðu: ótilhlýðileg meðferð á matvælum, skemmdafýsn, sem kom niður á opinberum eignum o. s. frv. „Mér datt þetta í hug allt í einu, herra,“ sagði hann við bálreiðan iiðsforingjann. „Mig hefur alltaf langað til að kasta ávaxtaköku, og ég sá yður ekki, vissi ekki að þér voruð að koma, það get ég svarið.“ Honum var refsað og aldrei kom hann upp um neinn. En af þessu hófst ekki annað verra en það, að yfirmenn og iengra komnir nem- endur virtu hann meira en áður. Og samt vissu þeir ekki og fengu aldrei að vita hvort það hefði ver- ið ætlun hans að kasta kökunni framan í liðsforingjann eða hvort svona vildi til óvart. Hayward lauk prófi árið 1930 og varð 58. af 402. Hann lærði að fljúga og tók próf sem herflugmað- ur í Pensacola á Florida, giftist stúlku þaðan, og varð svo aðstoðar- verkfræðingur við sjóflugvélaverk- smiðju í Fíladelfíu. Ætla hefði mátt, að nú væri saga Haywards öll, sú sem frásagnar- verð væri, og hefði hann týnzt sem einstaklingur í þeirri mergð, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.